Viðar Örn: „Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 19:00 Viðar Örn leikur knattspyrnu í Kina. vísir/getty „Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
„Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira