Kvennalið Stjörnunnar byrjar vel í undanriðli Meistaradeildar Evrópu en Íslandsmeistararnir unnu 4-0 sigur á Hibernians frá Möltu í dag í fyrsta leik liðsins.
Brasilísku stelpurnar Poliana (2 mörk) og Francielle (1 mark) skoruðu báðar í leiknum en þriðja mark Stjörnunnar í leiknum var sjálfsmark.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði síðan fjórða markið aðeins sex mínútum eftir að hafa komið inná í fyrsta Evrópuleiknum sínum.
Stjarnan mætir einnig Apollon frá Kýpur og KÍ frá Færeyjum í riðlinum en liðið sem vinnur riðilinn tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Stjarnan hafði tekið tvisvar þátt í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu árum en hafði ekki unnið Evrópuleik fyrr en í dag.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, var með fimm erlenda leikmenn í byrjunarliðinu í dag því auk brasilísku markaskoraranna byrjuðu þær Rachel S. Pitman, Ana Victoria Cate og Jaclyn Softli.
Poliana kom Stjörnunni í 1-0 á 20. mínútu eftir stoðsendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur og átta mínútum síðar bætti Francielle við öðru marki.
Charlene Zammit, leikmaður Hibernians, skoraði sjálfsmark á 39. mínútu og Poliana bætti síðan við sínu öðru marki í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá fyrirliðanum Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur.
Varamaðurinn Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði síðan fimmta markið á 90. mínútu efrir stoðsendingu frá Rúnu Sif Stefánsdóttur.
Apollon frá Kýpur vann 2-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í hinum leik riðilsins en Stjörnustelpur mæta færeyska liðinu næst.
Þrjú brasilísk mörk í fyrsta Evrópusigri Stjörnunnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn




Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn
