Aron Jóhannsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann kom inná sem varamaður í 2-0 tapi gegn Schalke 04 á heimavelli.
Theodor Gebre Selassie varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Schalke yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik. Eric Maxim-Chuopo Moting kom Schalke í 2-0 á 68. mínútu.
Schalke menn voru ekki hættir því markavélin Klaas Jan Huntelaar rak síðasta naglann í líkkistu Werder Bremen á 85. mínútu eftir undirbúning Leroy Sane.
Aron Jóhannsson kom inná sem varamaður á 57. mínútu, en tókst ekki að skora. Leikurinn var liður í fyrstu umferð deildarinnar og Bremen því án stiga eftir fyrstu umferðina.
Aron lék sinn fyrsta leik fyrir Werder Bremen
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
