Kjartan Henry Finnbogason tryggði AC Horsens 1-0 sigur á FC Roskilde í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
Kjartan Henry skoraði eina markið af vítapunktinum á 24. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-0 sigur Horsens.
KR-ingurinn hefur skorað helming marka Horsens í deildinni eða tvö af fjórum mörkum liðsins.
Þetta var fyrsti sigur Horsens á tímabilinu, en liðið er með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina.
