Rosenborg vann enn einn sigurinn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðið er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Hólmar Örn Eyjólfsson var á skotskónum.
Staðan var markalaus í hálfleik, en Robert Lundström fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi síðari hálfleiks.
Fyrrum FH-ingurinn Alexander Söderlund og Hólmar Örn Eyjólfsson skoruðu svo sitt hvort markið í síðari hálfleik og lokatölur 2-0 sigur Rosenborgar.
Hólmar Örn og Mattías Vilhjálmsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Rosenborg, en Matthías lék á miðjunni en ekki frammi eins og hann er vanur.
Rosenborg er með tíu stiga forystu á toppnum, en Stabæk sem er í öðru sætinu á þó leik til góða. Rosenborg unnið fimmtán af fyrstu tuttugu leikjunum.
Hólmar Örn skoraði í enn einum sigri Rosenborg
Anton Ingi Leifsson skrifar
