Stefna að aukinni notkun dróna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2015 08:24 Dróni af gerðinni Reaper á flugi yfir Nígeríu. Vísir/AFP Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir. Suður-Kínahaf Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir.
Suður-Kínahaf Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira