Depay skoraði fyrstu tvö mörk United með frábærum skotum en þetta voru fyrstu mörk hans fyrir félagið. Hann lagði svo upp þriðja markið fyrir varamanninn Maraoune Fellaini.
Brugge náði forystunni á 8. mínútu þegar Michael Carrick setti boltann í eigið mark eftir aukaspyrnu Victors Vasquez. En aðeins þremur mínútum seinna jafnaði Depay metin með góðu skoti eftir flottan einleik.
Hollendingurinn var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum fyrir hálfleik þegar hann klíndi boltanum í fjærhornið með skoti fyrir utan vítateig.
United sótti stíft í seinni hálfleik en þriðja markið lét bíða eftir sér. Það kom loks á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Fellaini skallaði fyrirgjöf Depay í markið.
Mark Fellaini gæti reynst afar mikilvægt en seinni leikurinn fer fram í Belgíu á miðvikudaginn í næstu viku.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.