Tiger reynir að lengja keppnistímabilið sitt um helgina Kári Örn Hinriksson skrifar 19. ágúst 2015 08:00 Tiger gæti verið á leiðinni í frí. Getty Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira