Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 2-1 | FH-ingar stóðust prófið Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 5. ágúst 2015 10:00 Atli Guðnason og félagar eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. vísir/Andri Marinó FH vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Val í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Með sigrinum náði FH þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar en liðið í 2. sæti, KR, tapaði óvænt fyrir Fjölni í kvöld. FH náði einnig fjögurra stiga forskoti á Val sem er kominn niður í 4. sætið eftir tvo tapleiki í röð. FH-ingar hafa ekki verið sterkir gegn hinum toppliðunum í sumar en þeir voru sterkari aðilinn í kvöld og unnu sanngjarnan sigur. Bjarni Þór Viðarsson skoraði sigurmark FH þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Það var vel við hæfi en Bjarni var besti maður vallarins í kvöld og var sérlega öflugur í seinni hálfleik. Bjarni hefur réttilega verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í nokkrum leikjum í sumar en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, virðist vera búinn að finna rétt hlutverk fyrir hann, fremst á miðju sem eins konar "target-maður". Bjarni er hraustur og sterkur í loftinu og FH-ingar voru duglegir að senda háa bolta á hann sem virkaði á köflum vel. Þá hafði Bjarni betur í baráttunni við Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, inni á miðjunni sem skipti sköpum. Frábært mark Atla Viðars Björnssonar skildi liðin að eftir rólegan fyrri hálfleik. Það var fátt um fína drætti en Atli Viðar dró kanínuna upp úr hattinum þegar skoraði á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dalvíkingurinn fékk þá boltann frá Jonathan Hendrickx, smeygði sér á milli Orra Sigurðar Ómarssonar og Thomasar Christensen (og klobbaði Danann í leiðinni) og lagði boltann svo afar smekklega framhjá Ingvari Þór Kale. Frábært mark hjá þessum ótrúlega markaskorara sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH síðan í 4-2 sigri á nýliðum Leiknis 31. maí. Annars voru Valsmenn, ef eitthvað var sterkari aðilinn og átti nokkra flotta spilkafla. Mathias Schlie, lánsmaður frá Hobro í Danmörku, byrjaði t.a.m. vel en datt svo úr takti við leikinn. Valsmenn reyndu oft og iðulega stinga boltanum inn fyrir vinstri helming FH-varnarinnar, á milli Kassims Doumbia og Böðvars Böðvarssonar. Það tókst á 16. mínútu þegar Kristinn Freyr Sigurðsson sendi nafna sinn Inga Halldórsson inn fyrir en Róbert Örn Óskarsson kom FH-ingum til bjargar með góðri markvörslu. FH var í nokkrum vandræðum með uppspilið í fyrri hálfleik en sendingar til baka og til hliðar voru of margar. Það kom oft í hlut Doumbia að bera boltann upp og hann átti nokkrar skrítnar sendingar út úr vörninni sem voru nálægt því að skapa hættu. FH-ingar tóku völdin í byrjun seinni hálfleiks og spiluðu af festu og krafti. Bræðurnir Bjarni Þór og Davíð Þór Viðarssynir voru öflugir en sá síðarnefndi dreifði spilinu ágætlega og hélt Kristni Frey nokkurn veginn niðri sem hamlaði leik Vals. En á 67. mínútu jöfnuðu Valsmenn, nánast upp úr þurru. Patrick Pedersen fékk boltann á miðjunni og stakk honum glæsilega inn fyrir á réttstæðan Sigurður Egil Lárusson sem lék upp að markinu, lék á Róbert og renndi boltanum svo yfir línuna. Sigurður Egill skoraði tvö mörk í fyrri leik liðanna og hann gerði Hafnfirðingum aftur grikk í kvöld. Leikurinn var í jafnvægi næstu mínútur, eða allt þar til Bjarni skoraði sigurmarkið með skalla eftir góða fyrirgjöf varamannsins Þórarins Inga Valdimarssonar frá hægri. Bjarni var á undan Ingvari og stangaði boltann í netið. Valsmenn fengu ákjósanlegt færi þegar Kristinn Ingi slapp óvænt í gegn á 88. mínútu en hann var alltof lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn. Nær komust Valsmenn ekki og FH-ingar fögnuðu sterkum sigri.Heimir: Hárrétt hjá línuverðinum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var glaður í leikslok eftir sigur hans manna á Val í kvöld. "Við byrjuðum þetta svolítið hægt en unnum okkur vel inn í leikinn og komust sanngjarnt yfir," sagði Heimir. "Leikurinn opnaðist fyrir okkur í seinni hálfleik og þá gerðum við mistök, fórum upp með vörnina og þeir refsuðu okkur. En við sýndum karakter í seinni hálfleik og náðum að skora sigurmarkið," sagði Heimir sem var sáttur með varnarleik sinna manna. "Mér fannst við loka mjög vel á Valsmennina og mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." Bjarni Þór Viðarsson skoraði sigurmark FH og átti mjög góðan leik. Heimir var að vonum ánægður með hans frammistöðu í kvöld. "Hann hefur verið að spila fremstur á miðjunni og við vildum styrkja miðsvæðið í þessum leik og nota Atla Guðnasonar úti á vinstri kantinum á móti Baldvini Sturlusyni sem er ekki búinn að spila mikið í sumar. "Mér fannst það ganga vel og Atli Guðna var mjög hættulegur eftir því sem leið á leikinn," sagði Heimir. Einhverjir FH-ingar báðu rangstöðu í marki Vals en Heimir sagði línuvörðurinn hefði tekið rétta ákvörðun að halda flagginu niðri. "Ég var akkúrat í línu og þetta var ekki rangstaða. Þetta var hárrétt hjá línuverðinum og við vorum bara klaufar, það var engin pressa á manninum með boltann og vörnin okkar átti að síga til baka." Með sigrinum náði FH þriggja stiga forystu á KR og sex stiga forystu á Val. "Auðvitað er fínt að við skyldum vinna Val og KR skyldi tapa. Það er gott fyrir okkur. En við þurfum að halda áfram og næst er erfiður leikur á móti ÍA," sagði Heimir að lokum.Ólafur: Vorum ekkert síðri en þeir "Mér finnst þetta mjög fúlt. Við vorum ekkert síðri en þeir og fengum fleiri færi ef eitthvað er. Ég fyrst og fremst spældur yfir því að við skyldum ekki gera nema eitt mark," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tap fyrir FH í Kaplakrika, hans gamla heimavelli, í kvöld. Valsmenn voru duglegir að setja boltann inn fyrir vörn FH í kvöld. Ólafur segir að það ekki verið sérstaklega lagt upp með það. "Ef það er möguleiki á að senda inn fyrir gerum við það en það er s.s. ekkert sérstakt sem við lögðum upp með," sagði Ólafur sem segir að mark Atla Viðars Björnssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks hafi ekki breytt leikplani Vals fyrir seinni hálfleikinn. "Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn eins og við vorum að spila þann fyrri. Við biðum með að fara hátt á þá og ætluðum að bíða með það. "Svo eftir x margar mínútur vorum við búnir að ákveða að fara hærra á þá og fengum mark í kjölfarið og fleiri færi." Valsmenn hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru komnir niður í 4. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði FH. Er titilvonin úr sögunni hjá Val? "Það er nóg eftir af þessu móti og við höldum bara áfram þar sem frá var horfið. Það á margt eftir að gerast," sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
FH vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Val í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Með sigrinum náði FH þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar en liðið í 2. sæti, KR, tapaði óvænt fyrir Fjölni í kvöld. FH náði einnig fjögurra stiga forskoti á Val sem er kominn niður í 4. sætið eftir tvo tapleiki í röð. FH-ingar hafa ekki verið sterkir gegn hinum toppliðunum í sumar en þeir voru sterkari aðilinn í kvöld og unnu sanngjarnan sigur. Bjarni Þór Viðarsson skoraði sigurmark FH þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Það var vel við hæfi en Bjarni var besti maður vallarins í kvöld og var sérlega öflugur í seinni hálfleik. Bjarni hefur réttilega verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í nokkrum leikjum í sumar en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, virðist vera búinn að finna rétt hlutverk fyrir hann, fremst á miðju sem eins konar "target-maður". Bjarni er hraustur og sterkur í loftinu og FH-ingar voru duglegir að senda háa bolta á hann sem virkaði á köflum vel. Þá hafði Bjarni betur í baráttunni við Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, inni á miðjunni sem skipti sköpum. Frábært mark Atla Viðars Björnssonar skildi liðin að eftir rólegan fyrri hálfleik. Það var fátt um fína drætti en Atli Viðar dró kanínuna upp úr hattinum þegar skoraði á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dalvíkingurinn fékk þá boltann frá Jonathan Hendrickx, smeygði sér á milli Orra Sigurðar Ómarssonar og Thomasar Christensen (og klobbaði Danann í leiðinni) og lagði boltann svo afar smekklega framhjá Ingvari Þór Kale. Frábært mark hjá þessum ótrúlega markaskorara sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH síðan í 4-2 sigri á nýliðum Leiknis 31. maí. Annars voru Valsmenn, ef eitthvað var sterkari aðilinn og átti nokkra flotta spilkafla. Mathias Schlie, lánsmaður frá Hobro í Danmörku, byrjaði t.a.m. vel en datt svo úr takti við leikinn. Valsmenn reyndu oft og iðulega stinga boltanum inn fyrir vinstri helming FH-varnarinnar, á milli Kassims Doumbia og Böðvars Böðvarssonar. Það tókst á 16. mínútu þegar Kristinn Freyr Sigurðsson sendi nafna sinn Inga Halldórsson inn fyrir en Róbert Örn Óskarsson kom FH-ingum til bjargar með góðri markvörslu. FH var í nokkrum vandræðum með uppspilið í fyrri hálfleik en sendingar til baka og til hliðar voru of margar. Það kom oft í hlut Doumbia að bera boltann upp og hann átti nokkrar skrítnar sendingar út úr vörninni sem voru nálægt því að skapa hættu. FH-ingar tóku völdin í byrjun seinni hálfleiks og spiluðu af festu og krafti. Bræðurnir Bjarni Þór og Davíð Þór Viðarssynir voru öflugir en sá síðarnefndi dreifði spilinu ágætlega og hélt Kristni Frey nokkurn veginn niðri sem hamlaði leik Vals. En á 67. mínútu jöfnuðu Valsmenn, nánast upp úr þurru. Patrick Pedersen fékk boltann á miðjunni og stakk honum glæsilega inn fyrir á réttstæðan Sigurður Egil Lárusson sem lék upp að markinu, lék á Róbert og renndi boltanum svo yfir línuna. Sigurður Egill skoraði tvö mörk í fyrri leik liðanna og hann gerði Hafnfirðingum aftur grikk í kvöld. Leikurinn var í jafnvægi næstu mínútur, eða allt þar til Bjarni skoraði sigurmarkið með skalla eftir góða fyrirgjöf varamannsins Þórarins Inga Valdimarssonar frá hægri. Bjarni var á undan Ingvari og stangaði boltann í netið. Valsmenn fengu ákjósanlegt færi þegar Kristinn Ingi slapp óvænt í gegn á 88. mínútu en hann var alltof lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn. Nær komust Valsmenn ekki og FH-ingar fögnuðu sterkum sigri.Heimir: Hárrétt hjá línuverðinum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var glaður í leikslok eftir sigur hans manna á Val í kvöld. "Við byrjuðum þetta svolítið hægt en unnum okkur vel inn í leikinn og komust sanngjarnt yfir," sagði Heimir. "Leikurinn opnaðist fyrir okkur í seinni hálfleik og þá gerðum við mistök, fórum upp með vörnina og þeir refsuðu okkur. En við sýndum karakter í seinni hálfleik og náðum að skora sigurmarkið," sagði Heimir sem var sáttur með varnarleik sinna manna. "Mér fannst við loka mjög vel á Valsmennina og mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." Bjarni Þór Viðarsson skoraði sigurmark FH og átti mjög góðan leik. Heimir var að vonum ánægður með hans frammistöðu í kvöld. "Hann hefur verið að spila fremstur á miðjunni og við vildum styrkja miðsvæðið í þessum leik og nota Atla Guðnasonar úti á vinstri kantinum á móti Baldvini Sturlusyni sem er ekki búinn að spila mikið í sumar. "Mér fannst það ganga vel og Atli Guðna var mjög hættulegur eftir því sem leið á leikinn," sagði Heimir. Einhverjir FH-ingar báðu rangstöðu í marki Vals en Heimir sagði línuvörðurinn hefði tekið rétta ákvörðun að halda flagginu niðri. "Ég var akkúrat í línu og þetta var ekki rangstaða. Þetta var hárrétt hjá línuverðinum og við vorum bara klaufar, það var engin pressa á manninum með boltann og vörnin okkar átti að síga til baka." Með sigrinum náði FH þriggja stiga forystu á KR og sex stiga forystu á Val. "Auðvitað er fínt að við skyldum vinna Val og KR skyldi tapa. Það er gott fyrir okkur. En við þurfum að halda áfram og næst er erfiður leikur á móti ÍA," sagði Heimir að lokum.Ólafur: Vorum ekkert síðri en þeir "Mér finnst þetta mjög fúlt. Við vorum ekkert síðri en þeir og fengum fleiri færi ef eitthvað er. Ég fyrst og fremst spældur yfir því að við skyldum ekki gera nema eitt mark," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tap fyrir FH í Kaplakrika, hans gamla heimavelli, í kvöld. Valsmenn voru duglegir að setja boltann inn fyrir vörn FH í kvöld. Ólafur segir að það ekki verið sérstaklega lagt upp með það. "Ef það er möguleiki á að senda inn fyrir gerum við það en það er s.s. ekkert sérstakt sem við lögðum upp með," sagði Ólafur sem segir að mark Atla Viðars Björnssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks hafi ekki breytt leikplani Vals fyrir seinni hálfleikinn. "Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn eins og við vorum að spila þann fyrri. Við biðum með að fara hátt á þá og ætluðum að bíða með það. "Svo eftir x margar mínútur vorum við búnir að ákveða að fara hærra á þá og fengum mark í kjölfarið og fleiri færi." Valsmenn hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru komnir niður í 4. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði FH. Er titilvonin úr sögunni hjá Val? "Það er nóg eftir af þessu móti og við höldum bara áfram þar sem frá var horfið. Það á margt eftir að gerast," sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira