Sýnt verður frá leik KR og ÍBV á Háaloftinu í Vestmannaeyjum en ætlunin er að stuðningsmenn liðsins safnist saman til þess að horfa á leikinn í sameiningu. Upphaflega var áætlað að horfa á hann í Herjólfsdal á risaskjá en vegna veður hefur verið ákveðið að flytja útsendinguna inn á Háaloft.
ÍBV er annað árið í röð í undanúrslitum Borgunarbikarsins og annað árið í röð er það KR sem bíður Eyjamanna. Að þessu sinni fer leikurinn fram í Vesturbænum en þetta verður í fjórða sinn á síðustu fjórum árum sem þessi lið mætast í bikarnum. Hefur ÍBV ekki enn tekist að vinna KR í þessum þremur tilraunum og ljóst er að róðurinn verður þungur fyrir Eyjamenn í kvöld.
Tilkynningu ÍBV má lesa hér fyrir neðan.
Stöð2 sport og 365 miðlar hafa ákveðið að bjóða Eyjamönnum og öðrum gestum Þjóðhátíðar á leik KR og ÍBV í 4ra liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Alvogenvellinum, heimavelli KR-inga og hefst kl. 18. Til stóð að sýna hann inni í Herjólfsdal á risaskjánum þar, en vegna óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að flytja hann inn og flyst hann því upp á Háaloft.
Þar verður hægt að kaupa sér ódýrara drykki og fer allur ágóði sölunnar óskiptur til knattspyrnuráðs karla í knattspyrnu.
Það er því lag að horfa á leikinn í góðra vina hópi og styðja í leiðinni við strákana.
Knattspyrnuráð karla vill nota tækifærið og þakka Stöð2 sport og 365 miðlum fyrir þetta flotta boð og vonandi fá áhorfendur frábæran leik, sem endar vel ;D).
ÁFRAM ÍBV, ALLTAF, ALLSSTAÐAR.
Leikurinn verður ekki á risaskjá í Herjólfsdal | Sýndur á Háaloftinu

Mest lesið



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn

