Fylgja eftir ábendingum vegna næturklúbbsins Shooter Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 30. júlí 2015 20:00 Lögregla fylgist með starfsemi næturklúbbsins Shooter í Austurstræti og aðstæðum útlenskra kvenna sem vinna á staðnum. En ábendingar hafa borist lögreglu um kjör þeirra og aðstæður. Um herraklúbb“ er að ræða samkvæmt heimasíðu staðarins sem segist bjóða upp á „bestu fullorðinsskemmtun“ í Reykjavík. Aldís Hilmarsdóttir segir lögreglu hafa borist ábendingar um meint vafasöm atvik í tengslum við rekstur staðarins og þær ábendingar séu til skoðunar hjá lögreglu. Hún vill ekki staðfesta að grunur sé um vændi á staðnum. „Við höfum fengið ábendingar um þessa starfsemi og höfum tekið þær til skoðunar og erum að skoða þær ábendingar og upplýsingar sem við höfum?“ En hvers konar upplýsingar? Og hvers konar atvik? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu. Það varðar bæði rekstur staðarins og meintan íverustað stúlknanna.“Dagblaðið Stundin greindi frá því í dag að skemmtistaðurinn væri til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi. Í frétt um málið er greint frá því að konur sem starfa á klúbbnum búi í húsi í austurborginni og rætt við nágranna sem eru uggandi vegna þess sem þeir hafa orðið vitni að fyrir utan húsið. Við fórum að umræddu húsi í austurborginni. Kona sem kom til dyra er starfsmaður á klúbbnum og sýndi vegabréf sitt til þess að sýna að hún væri frjáls ferða sinna. Hún vildi ekki gefa uppi hversu margar konur dvelja í húsinu. Hún sagðist orðin þreytt á umfjöllunum fjölmiðla. Það hefði komið fram að ekkert vændi væri stundað á klúbbnum. „Það er ekkert í gangi, veistu hvað margir íslenskir menn koma þangað og spyrja um kynlíf, og allir neita þeim um það. Af hverju talið þið ekki saman?“ Er ekkert slíkt í gangi á þessum stað? „Nei og ég verð forviða þegar ég heyri þessa andskotans vitleysu.“ Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Lögregla fylgist með starfsemi næturklúbbsins Shooter í Austurstræti og aðstæðum útlenskra kvenna sem vinna á staðnum. En ábendingar hafa borist lögreglu um kjör þeirra og aðstæður. Um herraklúbb“ er að ræða samkvæmt heimasíðu staðarins sem segist bjóða upp á „bestu fullorðinsskemmtun“ í Reykjavík. Aldís Hilmarsdóttir segir lögreglu hafa borist ábendingar um meint vafasöm atvik í tengslum við rekstur staðarins og þær ábendingar séu til skoðunar hjá lögreglu. Hún vill ekki staðfesta að grunur sé um vændi á staðnum. „Við höfum fengið ábendingar um þessa starfsemi og höfum tekið þær til skoðunar og erum að skoða þær ábendingar og upplýsingar sem við höfum?“ En hvers konar upplýsingar? Og hvers konar atvik? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu. Það varðar bæði rekstur staðarins og meintan íverustað stúlknanna.“Dagblaðið Stundin greindi frá því í dag að skemmtistaðurinn væri til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi. Í frétt um málið er greint frá því að konur sem starfa á klúbbnum búi í húsi í austurborginni og rætt við nágranna sem eru uggandi vegna þess sem þeir hafa orðið vitni að fyrir utan húsið. Við fórum að umræddu húsi í austurborginni. Kona sem kom til dyra er starfsmaður á klúbbnum og sýndi vegabréf sitt til þess að sýna að hún væri frjáls ferða sinna. Hún vildi ekki gefa uppi hversu margar konur dvelja í húsinu. Hún sagðist orðin þreytt á umfjöllunum fjölmiðla. Það hefði komið fram að ekkert vændi væri stundað á klúbbnum. „Það er ekkert í gangi, veistu hvað margir íslenskir menn koma þangað og spyrja um kynlíf, og allir neita þeim um það. Af hverju talið þið ekki saman?“ Er ekkert slíkt í gangi á þessum stað? „Nei og ég verð forviða þegar ég heyri þessa andskotans vitleysu.“
Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira