Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2015 21:00 Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45
Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29