Cameron gagnrýndur harðlega fyrir ummæli um flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands. Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands.
Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00