Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2015 10:00 Vísir/Andri Marinó Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32
Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30