Fimm góð maskara trix Ritstjórn skrifar 23. júlí 2015 14:00 Maskari er snyrtivara sem flestar konur geta ekki verið án. Hvað okkur finnst vera góður maskari og hvað ekki er persónubundið, en allar höfum við skoðun á þeim. Maskarar eru til í endalausum útgáfum sem eiga að þykkja, lengja, krulla, eru með gúmmíbursta, greiðubursta, kúlubursta, eru vatnsheldir, fara af við 38°heitt vatn og eru til í öllum regnbogans litum. Hér eru nokkur góð ráð til þess að fá sem mest út úr maskaranum og ná augnhárunum eins og þú vilt hafa þau, hvort sem það er löng, þykk eða aðskilin. 1. Þú þarft ekki að nota burstann sem fylgir með. Hér sýnir meistari Vayne Goss hvernig má nota maskaragreiðu til þess að ná til allra augnháranna. Hentar vel þeim sem eru með stutt augnhár og vilja gera mikið úr þeim. Líka gott að nota þessa aðferð sem grunn til að fá sveigjuna og setja svo aðra umferð með burstanum sem fylgir með.2. Farðu alveg í rótinaLáttu augnhárin virka þéttari og þykkri með því að fara með burstann alveg að augnhárarótinni. Leyfðu maskaranum að fylla upp í bilin á milli augnháranna, þannig virka þau þéttari.3. Notaðu fleiri en einn maskaraEf þú ert ein af þeim sem notar tvo, jafnvel þrjá maskara í einu þá máttu vita að það er fullkomlega eðlilegt. Og þú ert ekki ein. Prófaðu þig áfram og byrjaðu á léttri formúlu sem gefur sveigju og settu svo annan yfir sem gefur lengd og þykkt. Síðan er bráðsniðugt að nota þann þriðja á neðri augnhárin og ekki er verra ef hann er vatnsheldur. 4. Settu maskara ofan á augnhárin. Já, ofanáEf einhver hefur sagt þér að það þyngi og klessi augnhárin niður að setja maskara ofan á þau, þá skaltu gleyma því samstundis. Settu eitt lag ofan á og greiddu þau svo upp líkt og þú ert vön. Þau verða strax þykkri og svartari. Kærkomið fyrir þær sem eru með mjög ljós augnhár.5. Notaðu burstannSkoðaðu burstann sem fylgir með maskaranum og notaðu hann. Prófaðu að snúa honum lóðrétt til þess að maskara neðri augnhárin, notaðu mjóa endann til þess að ná til minnstu augnháranna og til að greiða augnhárin út í ytri augnkrókum til að augun virki lengri og meira möndlulaga. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour
Maskari er snyrtivara sem flestar konur geta ekki verið án. Hvað okkur finnst vera góður maskari og hvað ekki er persónubundið, en allar höfum við skoðun á þeim. Maskarar eru til í endalausum útgáfum sem eiga að þykkja, lengja, krulla, eru með gúmmíbursta, greiðubursta, kúlubursta, eru vatnsheldir, fara af við 38°heitt vatn og eru til í öllum regnbogans litum. Hér eru nokkur góð ráð til þess að fá sem mest út úr maskaranum og ná augnhárunum eins og þú vilt hafa þau, hvort sem það er löng, þykk eða aðskilin. 1. Þú þarft ekki að nota burstann sem fylgir með. Hér sýnir meistari Vayne Goss hvernig má nota maskaragreiðu til þess að ná til allra augnháranna. Hentar vel þeim sem eru með stutt augnhár og vilja gera mikið úr þeim. Líka gott að nota þessa aðferð sem grunn til að fá sveigjuna og setja svo aðra umferð með burstanum sem fylgir með.2. Farðu alveg í rótinaLáttu augnhárin virka þéttari og þykkri með því að fara með burstann alveg að augnhárarótinni. Leyfðu maskaranum að fylla upp í bilin á milli augnháranna, þannig virka þau þéttari.3. Notaðu fleiri en einn maskaraEf þú ert ein af þeim sem notar tvo, jafnvel þrjá maskara í einu þá máttu vita að það er fullkomlega eðlilegt. Og þú ert ekki ein. Prófaðu þig áfram og byrjaðu á léttri formúlu sem gefur sveigju og settu svo annan yfir sem gefur lengd og þykkt. Síðan er bráðsniðugt að nota þann þriðja á neðri augnhárin og ekki er verra ef hann er vatnsheldur. 4. Settu maskara ofan á augnhárin. Já, ofanáEf einhver hefur sagt þér að það þyngi og klessi augnhárin niður að setja maskara ofan á þau, þá skaltu gleyma því samstundis. Settu eitt lag ofan á og greiddu þau svo upp líkt og þú ert vön. Þau verða strax þykkri og svartari. Kærkomið fyrir þær sem eru með mjög ljós augnhár.5. Notaðu burstannSkoðaðu burstann sem fylgir með maskaranum og notaðu hann. Prófaðu að snúa honum lóðrétt til þess að maskara neðri augnhárin, notaðu mjóa endann til þess að ná til minnstu augnháranna og til að greiða augnhárin út í ytri augnkrókum til að augun virki lengri og meira möndlulaga. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour