Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 18:34 Signý fagnar að mótinu loknu. Vísir/GSÍ „Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki. Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki.
Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55