Druslugangan vekur athygli langt út fyrir landsteinanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2015 00:04 Talið er að um 30 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni á laugardaginn. Vísir/andri marinó Erlendir fjölmiðlar fóru ekki varhluta af þeim gríðarlega áhuga sem Íslendingar sýndu Druslugöngunni sem fram fór síðastliðinn laugardag og endurspeglaðist í þátttöku á þriðja tug þúsunda göngufólks. Þannig gerði kínverski miðillinn Xinhua sér mat úr göngunni undir yfirskriftinni „Drusluganga á Íslandi sýnir fórnarlömbum kynferðisofbeldis samstöðu.“ Í frétt Xinhua er drepið á því hvernig markmið göngunnar var að skila skömm þolenda kynferðisofbeldis til gerenda og segja drusluskömmun (e. Slut-shaming) stríð á hendur.Íslenskir viðmælendur samstíga Kínverski miðillinn tók skipuleggjenda göngunnar tali, þeirra á meðal Sunnu Ben Guðrúnardóttur, sem segir í samtali við Xinhua að sér þyki drusluskömmunin sem eigi sér stað í íslensku samfélagi „fáránleg“ og að málefnið sé mjög mikilvægt. Saga göngunnar á Íslandi er þá einnig rakin en þetta var í fimmta sinn sem gangan er haldin hérlendis eftir að henni var ýtt úr vör í kanadísku borginni Toronto árið 2011. Xinhua rabbaði einnig við Maríu Rut Kristinsdóttur, talsmann göngunnar, en hún benti miðlinum á hvernig Íslendingar, sem og aðrir íbúar heimsins, tali lítið um kynferðisofbeldi. Fólk þaggi það frekar niður en að vekja máls á því. „En með þessari Druslugöngu viljum við að fólk opni sig og tali um kynferðisofbeldi,“ sagði María. Þá var mótmælandinn Lilja Jakobsdóttir tekin tali en háskólaneminn sagði við kínverska fjölmiðilinn að rétturinn yfir eigin líkama skipti sig miklu máli. „Þú átt að geta ráðið hvað þú gerir við líkama þinn og enginn á að geta skilgreint þig út frá klæðaburði þínum eða komið fram við líkama þinn eins og þér hugnast ekki,“ sagði Lilja og bætti við að Íslendingar væru staddir í miðri byltingu.Fjölmiðlarisar gera sér mat úr göngunniJamaíski miðillinn Jamaican Observer er meðal þeirra miðla sem hafa gert sér mat úr þessari umfjöllun Xinhua en miðlinn birti hana lítillega unna á vefsíðu sinni í gær. Það er þó ekki eini erlendi miðillinn sem fjallaði um Druslugönguna í gær en fjölmiðlarisinn Al Jazeera gerði slíkt hið sama undir fyrirsögninni „Íslenskar konur takast á við nauðganir og klámvæðingu.“Aldarafmæli kosningaréttar kvenna fær einnig pláss í umfjöllun Al Jazeera.Í umfjöllun risans er stiklað á stóru í kvenfrelsisbylgjunni sem riðið hefur yfir landið að undanförnu, jafnt Free The Nipple sem og hátíðahöldunum vegna aldarafmælis kosningaréttar kvenna. Þá er Beauty Tips-byltingin reifuð og sagt frá því hvernig þúsundir hugaðra kvenna stigu fram og sögðu frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir undir yfirskriftum Þöggunar og Konur tala. Gulu og appelsínugulu broskallarnir sem fylltu samfélagsmiðlana fá einnig sinn sess í umfjöllun Al Jazeera sem og rannsókn þeirra Hildar Antonsdóttur og Þorbjargar Gunnlaugsdóttur en þær leiddu í ljós að einungis 21 af 189 nauðgunarmálum sem komu inn á borð lögreglu árið 2008 enduðu með kæru. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum er viðtalsefni Al Jazeera en í samtali við miðilinn segir hún mikilvægt að konur séu loksins að skila skömminni heim. „Þær eru þó ekki einungis að lýsa því sem gerðist, þær eru að nafngreina gerendurnar sem er einnig mjög mikilvægt,“ segir Guðrún. Þannig hafi einn gerandi stigið fram og beiðst afsökunar formlega í fjölmiðlum eftir að farið var að varpa ljósi á málefnið. Umfjöllun Al Jazeera og viðtal miðilsins við fyrrgreindar konur, sem og Sögu Kjartansdóttur, má nálgast með því að smella hér. Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. 23. júlí 2015 09:57 „Í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti ræðu við Druslugönguna sem vakti mikla athygli. 25. júlí 2015 17:57 Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Stappað í Druslugöngunni Druslugangan lagði af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. 25. júlí 2015 15:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar fóru ekki varhluta af þeim gríðarlega áhuga sem Íslendingar sýndu Druslugöngunni sem fram fór síðastliðinn laugardag og endurspeglaðist í þátttöku á þriðja tug þúsunda göngufólks. Þannig gerði kínverski miðillinn Xinhua sér mat úr göngunni undir yfirskriftinni „Drusluganga á Íslandi sýnir fórnarlömbum kynferðisofbeldis samstöðu.“ Í frétt Xinhua er drepið á því hvernig markmið göngunnar var að skila skömm þolenda kynferðisofbeldis til gerenda og segja drusluskömmun (e. Slut-shaming) stríð á hendur.Íslenskir viðmælendur samstíga Kínverski miðillinn tók skipuleggjenda göngunnar tali, þeirra á meðal Sunnu Ben Guðrúnardóttur, sem segir í samtali við Xinhua að sér þyki drusluskömmunin sem eigi sér stað í íslensku samfélagi „fáránleg“ og að málefnið sé mjög mikilvægt. Saga göngunnar á Íslandi er þá einnig rakin en þetta var í fimmta sinn sem gangan er haldin hérlendis eftir að henni var ýtt úr vör í kanadísku borginni Toronto árið 2011. Xinhua rabbaði einnig við Maríu Rut Kristinsdóttur, talsmann göngunnar, en hún benti miðlinum á hvernig Íslendingar, sem og aðrir íbúar heimsins, tali lítið um kynferðisofbeldi. Fólk þaggi það frekar niður en að vekja máls á því. „En með þessari Druslugöngu viljum við að fólk opni sig og tali um kynferðisofbeldi,“ sagði María. Þá var mótmælandinn Lilja Jakobsdóttir tekin tali en háskólaneminn sagði við kínverska fjölmiðilinn að rétturinn yfir eigin líkama skipti sig miklu máli. „Þú átt að geta ráðið hvað þú gerir við líkama þinn og enginn á að geta skilgreint þig út frá klæðaburði þínum eða komið fram við líkama þinn eins og þér hugnast ekki,“ sagði Lilja og bætti við að Íslendingar væru staddir í miðri byltingu.Fjölmiðlarisar gera sér mat úr göngunniJamaíski miðillinn Jamaican Observer er meðal þeirra miðla sem hafa gert sér mat úr þessari umfjöllun Xinhua en miðlinn birti hana lítillega unna á vefsíðu sinni í gær. Það er þó ekki eini erlendi miðillinn sem fjallaði um Druslugönguna í gær en fjölmiðlarisinn Al Jazeera gerði slíkt hið sama undir fyrirsögninni „Íslenskar konur takast á við nauðganir og klámvæðingu.“Aldarafmæli kosningaréttar kvenna fær einnig pláss í umfjöllun Al Jazeera.Í umfjöllun risans er stiklað á stóru í kvenfrelsisbylgjunni sem riðið hefur yfir landið að undanförnu, jafnt Free The Nipple sem og hátíðahöldunum vegna aldarafmælis kosningaréttar kvenna. Þá er Beauty Tips-byltingin reifuð og sagt frá því hvernig þúsundir hugaðra kvenna stigu fram og sögðu frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir undir yfirskriftum Þöggunar og Konur tala. Gulu og appelsínugulu broskallarnir sem fylltu samfélagsmiðlana fá einnig sinn sess í umfjöllun Al Jazeera sem og rannsókn þeirra Hildar Antonsdóttur og Þorbjargar Gunnlaugsdóttur en þær leiddu í ljós að einungis 21 af 189 nauðgunarmálum sem komu inn á borð lögreglu árið 2008 enduðu með kæru. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum er viðtalsefni Al Jazeera en í samtali við miðilinn segir hún mikilvægt að konur séu loksins að skila skömminni heim. „Þær eru þó ekki einungis að lýsa því sem gerðist, þær eru að nafngreina gerendurnar sem er einnig mjög mikilvægt,“ segir Guðrún. Þannig hafi einn gerandi stigið fram og beiðst afsökunar formlega í fjölmiðlum eftir að farið var að varpa ljósi á málefnið. Umfjöllun Al Jazeera og viðtal miðilsins við fyrrgreindar konur, sem og Sögu Kjartansdóttur, má nálgast með því að smella hér.
Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. 23. júlí 2015 09:57 „Í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti ræðu við Druslugönguna sem vakti mikla athygli. 25. júlí 2015 17:57 Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Stappað í Druslugöngunni Druslugangan lagði af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. 25. júlí 2015 15:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07
„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21
Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. 23. júlí 2015 09:57
„Í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti ræðu við Druslugönguna sem vakti mikla athygli. 25. júlí 2015 17:57
Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00
Stappað í Druslugöngunni Druslugangan lagði af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. 25. júlí 2015 15:19