GSÍ biður Björgvin og Kára afsökunar 28. júlí 2015 16:01 Björgvin Þorsteinsson. vísir/GVA Golfsamband Íslands, GSÍ, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja kylfinga sem hafa verið talsvert í umræðunni síðustu mánuði. Fyrst fékk Kári Hinriksson ekki undanþágu til þess að nota golfbíl í móti á Eimskipsmótaröðinni. Kári var í krabbameinsmeðferð og óskaði því eftir undanþágunni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson fór fram á sömu undanþágu á Íslandsmótinu um síðustu helgi en hans beiðni var líka synjað. Björgvin var í krabbameinsmeðferð rétt eins og Kári. Hann er 62 ára gamall og var að keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð. Hann þurfti að hætta keppni eftir sex holur. Þessar synjanir hafa verið afar umdeildar út í samfélaginu svo ekki sé nú meira sagt.Sjá einnig: Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Í yfirlýsingu GSÍ í dag kemur fram að reglur um notkun golfbíla séu ekki nógu skýrar. Reglurnar verða því teknar til endurskoðunar til að koma í veg fyrir mögulegt ósamræmi við túlkun þeirra í framtíðinni. GSÍ hefur beðið þá Björgvin og Kára afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér.Yfirlýsing GSÍ:Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu.Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum. Í keppnisskilmálum Íslandsmótsins er gert ráð fyrir því að veita megi keppendum heimild til notkunar golfbíla.Undantekningarskilyrðin eru þó ekki tiltekin sérstaklega og því undir mótsstjórn hvers móts komið hvort hún samþykkir beiðnir eða hafnar þeim. Beiðnum kylfinga um notkun golfbíla á efsta keppnisstigi hefur ávallt verið synjað þótt þær hafi stöku sinnum verið samþykktar í öðrum mótum á vegum golfsambandsins.Þar sem reglur um notkun golfbíla eru ekki skýrari en raun ber vitni telur Golfsamband Íslands rétt að taka þær til endurskoðunar svo koma megi í veg fyrir hugsanlegt ósamræmi við túlkun þeirra. Reglur, bæði fyrir golfmót og almennar reglur golfíþróttarinnar, eiga að vera skýrar og afdráttarlausar enda fela þær í sér leiðbeiningar fyrir mótsstjórnir, keppendur og almenna iðkendur golfíþróttarinnar.Golfsamband Íslands hefur beðið framangreinda kylfinga afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér. Reykjavík, 28. júlí 2015.Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands Golf Tengdar fréttir GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
Golfsamband Íslands, GSÍ, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja kylfinga sem hafa verið talsvert í umræðunni síðustu mánuði. Fyrst fékk Kári Hinriksson ekki undanþágu til þess að nota golfbíl í móti á Eimskipsmótaröðinni. Kári var í krabbameinsmeðferð og óskaði því eftir undanþágunni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson fór fram á sömu undanþágu á Íslandsmótinu um síðustu helgi en hans beiðni var líka synjað. Björgvin var í krabbameinsmeðferð rétt eins og Kári. Hann er 62 ára gamall og var að keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð. Hann þurfti að hætta keppni eftir sex holur. Þessar synjanir hafa verið afar umdeildar út í samfélaginu svo ekki sé nú meira sagt.Sjá einnig: Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Í yfirlýsingu GSÍ í dag kemur fram að reglur um notkun golfbíla séu ekki nógu skýrar. Reglurnar verða því teknar til endurskoðunar til að koma í veg fyrir mögulegt ósamræmi við túlkun þeirra í framtíðinni. GSÍ hefur beðið þá Björgvin og Kára afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér.Yfirlýsing GSÍ:Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu.Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum. Í keppnisskilmálum Íslandsmótsins er gert ráð fyrir því að veita megi keppendum heimild til notkunar golfbíla.Undantekningarskilyrðin eru þó ekki tiltekin sérstaklega og því undir mótsstjórn hvers móts komið hvort hún samþykkir beiðnir eða hafnar þeim. Beiðnum kylfinga um notkun golfbíla á efsta keppnisstigi hefur ávallt verið synjað þótt þær hafi stöku sinnum verið samþykktar í öðrum mótum á vegum golfsambandsins.Þar sem reglur um notkun golfbíla eru ekki skýrari en raun ber vitni telur Golfsamband Íslands rétt að taka þær til endurskoðunar svo koma megi í veg fyrir hugsanlegt ósamræmi við túlkun þeirra. Reglur, bæði fyrir golfmót og almennar reglur golfíþróttarinnar, eiga að vera skýrar og afdráttarlausar enda fela þær í sér leiðbeiningar fyrir mótsstjórnir, keppendur og almenna iðkendur golfíþróttarinnar.Golfsamband Íslands hefur beðið framangreinda kylfinga afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér. Reykjavík, 28. júlí 2015.Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands
Golf Tengdar fréttir GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00
Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00