Heimsmet í trukkastökki Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:05 Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent
Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent