Heimsmet í trukkastökki Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:05 Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent
Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent