Kim brýtur „bjútí-reglur“ Ritstjórn skrifar 29. júlí 2015 10:45 Á laugardag hélt raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og förðunarmeistarinn hennar Mario Dedivanovic fjögurra tíma förðunarnámskeið, þar sem Mario kenndi öll helstu trixin sem hann notar við að farða Kim. Meðan á kennslunni stóð viðurkenndi Kim að það væri tvennt sem hún gerði sem væri algjört tabú í snyrtiheiminum, að sofa með farða á andlitinu og fara í ljós. „Stundum er ég bara of þreytt og nenni ekki að hreinsa farðann af,“ viðurkenndi Kim. Hún sagðist vera búin að finna leið til þess að sofa þannig að hún myndi ekki bylta sér alla nóttina svo förðunin myndi haldast. „Ég sef með svart satín koddaver og er með svefngrímu,“ segir hún. Varðandi ljósabekkjanotkunina sagðist Kim vera með psoriasis og því þyrfti hún að fara í ljós. Ritstjórn Glamour vonar að þessi slæmi ávani verði ekki næsta trend, og hvetur lesendur sína til þess að hreinsa farða af andlitinu fyrir svefn og forðast ljósabekki líkt og heitan eldinn. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Elísabet Bretadrottning sendir leynileg merki með handtösku sinni Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour
Á laugardag hélt raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og förðunarmeistarinn hennar Mario Dedivanovic fjögurra tíma förðunarnámskeið, þar sem Mario kenndi öll helstu trixin sem hann notar við að farða Kim. Meðan á kennslunni stóð viðurkenndi Kim að það væri tvennt sem hún gerði sem væri algjört tabú í snyrtiheiminum, að sofa með farða á andlitinu og fara í ljós. „Stundum er ég bara of þreytt og nenni ekki að hreinsa farðann af,“ viðurkenndi Kim. Hún sagðist vera búin að finna leið til þess að sofa þannig að hún myndi ekki bylta sér alla nóttina svo förðunin myndi haldast. „Ég sef með svart satín koddaver og er með svefngrímu,“ segir hún. Varðandi ljósabekkjanotkunina sagðist Kim vera með psoriasis og því þyrfti hún að fara í ljós. Ritstjórn Glamour vonar að þessi slæmi ávani verði ekki næsta trend, og hvetur lesendur sína til þess að hreinsa farða af andlitinu fyrir svefn og forðast ljósabekki líkt og heitan eldinn. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Elísabet Bretadrottning sendir leynileg merki með handtösku sinni Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour