Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis.
Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu.
Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni.
Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu.
John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli.
Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum.
Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi.
Ekkert lát á sigurgöngu Spieth | Fowler lék best í Skotlandi

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti


Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn