BDSM-samtökunum meinuð þátttaka í gleðigöngunni í fyrra og verða ekki með í ár Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:12 Skiptar skoðanir eru um þátttöku BDSM-samtakanna í gleðigöngunni. Vísir/Stefán Karlsson BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi. Hinsegin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Sjá meira
BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi.
Hinsegin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent