Örtröð við gríska banka í morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:39 Bankar voru opnaðir fyrir ellilífeyrisþegum sem fá lífeyri sinn greiddan út í dag. vísir/epa Greiðslufall varð hjá gríska ríkinu í gær þegar ríkisstjórninni tókst ekki að standa skil á 1,6 milljarða evra láni sem landið skuldar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag og ræða um nýjasta útspil grísku ríkisstjórnina varðandi það hvernig leysa má úr skuldavanda ríkisins. Örtröð myndaðist við útibú grískra banka í morgun þegar þeir voru opnaðir fyrir ellilífeyrisþegum sem nota ekki greiðslukort og fá lífeyri greiddan út í dag. Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir síðan á mánudag og geta Grikkir aðeins tekiðu út 60 evrur úr hraðbönkum á dag. Ellilífeyrisþegar sem fara í bankann í dag til að taka út pening geta í mesta lagi tekið út 120 evrur. Þá komu þúsundir saman við gríska þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi og hvöttu til þess að landsmenn segðu já í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi sunnudag. Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um hvort gríska ríkið gangi að tilboði lánadrottna sem felur meðal annars í sér skattahækkanir og niðurskurð í velferðarkerfinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur hvatt þjóð sína til að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni en leiðtogar Evrópusambandsins hafa varað við því að slík niðurstaða gæti leitt til útgöngu landsins úr evrusamstarfinu. Grikkland Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30 Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30 Gríska ríkið er gjaldþrota Grikkir misstu í gær af lokafresti til að borga Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,6 milljarða evra. Gríska ríkisstjórnin sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð. Skuldir verða enn óbærilegar árið 2030. 1. júlí 2015 07:00 Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Greiðslufall varð hjá gríska ríkinu í gær þegar ríkisstjórninni tókst ekki að standa skil á 1,6 milljarða evra láni sem landið skuldar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag og ræða um nýjasta útspil grísku ríkisstjórnina varðandi það hvernig leysa má úr skuldavanda ríkisins. Örtröð myndaðist við útibú grískra banka í morgun þegar þeir voru opnaðir fyrir ellilífeyrisþegum sem nota ekki greiðslukort og fá lífeyri greiddan út í dag. Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir síðan á mánudag og geta Grikkir aðeins tekiðu út 60 evrur úr hraðbönkum á dag. Ellilífeyrisþegar sem fara í bankann í dag til að taka út pening geta í mesta lagi tekið út 120 evrur. Þá komu þúsundir saman við gríska þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi og hvöttu til þess að landsmenn segðu já í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi sunnudag. Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um hvort gríska ríkið gangi að tilboði lánadrottna sem felur meðal annars í sér skattahækkanir og niðurskurð í velferðarkerfinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur hvatt þjóð sína til að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni en leiðtogar Evrópusambandsins hafa varað við því að slík niðurstaða gæti leitt til útgöngu landsins úr evrusamstarfinu.
Grikkland Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30 Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30 Gríska ríkið er gjaldþrota Grikkir misstu í gær af lokafresti til að borga Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,6 milljarða evra. Gríska ríkisstjórnin sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð. Skuldir verða enn óbærilegar árið 2030. 1. júlí 2015 07:00 Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30
Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30
Gríska ríkið er gjaldþrota Grikkir misstu í gær af lokafresti til að borga Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,6 milljarða evra. Gríska ríkisstjórnin sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð. Skuldir verða enn óbærilegar árið 2030. 1. júlí 2015 07:00
Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55
Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36