Honda með þriggja sætaraða B-RV Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 09:46 Teikning af tilvonandi Honda B-RV. Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður
Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður