Daníel Guðni Guðmundsson er tekinn við þjálfun bikarmeistara Grindavíkur í körfubolta. Þetta kemur fram á Karfan.is.
Daníel, sem er 28 ára, er að þreyta frumraun sína í meistaraflokksþjálfun en hann hefur leikið með karlaliði Grindavíkur undanfarin ár.
Daníel tekur við þjálfarastarfinu af Sverri Þór Sverrissyni sem stýrði Grindavíkurliðinu í fyrra og gerði það að bikarmeisturum. Þá komst Grindavík í úrslitakeppnina en féll úr leik fyrir Íslandsmeisturum Snæfells.
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur tefla fram nýliðum í þjálfarastarfinu næsta vetur en Jóhann Ólafsson er tekinn við karlaliðinu, einnig af Sverri. Jóhann var aðstoðarþjálfari Sverris en hann hefur ekki þjálfað meistaraflokk áður.
Nýliðar þjálfa bæði karla- og kvennalið Grindavíkur

Tengdar fréttir

Jóhann tekur við Grindavík
Nýr þjálfari körfuboltaliðs Grindavíkur ráðinn í dag. Gömul kempa verður Jóhanni til aðstoðar.