Flóttamenn fylla Lesbos Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2015 19:58 vísir/epa Gríska eyjan Lesbos er að fyllast af flóttamönnum að sögn löggæsluyfirvalda á eyjunni. Talið er að um 1600 manns hafi numið land á eyjunni á laugardag og ekkert lát virðist vera á flóttamannastraumnum. Lögreglan vinnur nú myrkranna á milli svo að halda megi utan um komurnar en hún megnar einungis að vinna úr 300 til 500 tilfellum á dag. Fleiri flóttamenn komu til eyjarinnar í júní síðastliðnum en allt árið í fyrra ef marka má tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Alls námu 15 þúsund flóttamenn land á eyjunni í liðnum mánuði, í samanburði við 12187 allt árið 2014, en alls búa um 86 þúsund manns á Lesbos. Flestir flóttamannanna lenda á norðurhluta eyjunnar sem næstur er Tyrklandi og þurfa að ganga um 25 kílómetra þvert yfir eyjunna svo að þeir geti sótt um landvistarleyfi og fyllt út tilskilda pappíra. Fyllir flóttamennirnir þá út gefst þeim færi á að vera í landinu í allt að hálft ár. Flóttamennirnir gista flestir í tjöldum sem búið er að reisa á yfirgefinni veðhlaupabraut eða í eina fangelsi eyjunnar. Talið er að 1800 flóttamenn hafi látið það sem af er ári er þeir reyndu að komast yfir Miðjarðarhafið, tuttugufalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Leiðtogar Evrópusambandsríkja féllust á það í lok síðasta mánaðar að taka við um 40 þúsund flóttamönnum sem nú hafa hæli í Ítalíu og Grikklandi – sem segjast ekki megna lengur að taka við öllum þeim mikla fjölda sem nú flýr ófremdarástand í Sýrlandi, Lýbíu og öðrum stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Gríska eyjan Lesbos er að fyllast af flóttamönnum að sögn löggæsluyfirvalda á eyjunni. Talið er að um 1600 manns hafi numið land á eyjunni á laugardag og ekkert lát virðist vera á flóttamannastraumnum. Lögreglan vinnur nú myrkranna á milli svo að halda megi utan um komurnar en hún megnar einungis að vinna úr 300 til 500 tilfellum á dag. Fleiri flóttamenn komu til eyjarinnar í júní síðastliðnum en allt árið í fyrra ef marka má tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Alls námu 15 þúsund flóttamenn land á eyjunni í liðnum mánuði, í samanburði við 12187 allt árið 2014, en alls búa um 86 þúsund manns á Lesbos. Flestir flóttamannanna lenda á norðurhluta eyjunnar sem næstur er Tyrklandi og þurfa að ganga um 25 kílómetra þvert yfir eyjunna svo að þeir geti sótt um landvistarleyfi og fyllt út tilskilda pappíra. Fyllir flóttamennirnir þá út gefst þeim færi á að vera í landinu í allt að hálft ár. Flóttamennirnir gista flestir í tjöldum sem búið er að reisa á yfirgefinni veðhlaupabraut eða í eina fangelsi eyjunnar. Talið er að 1800 flóttamenn hafi látið það sem af er ári er þeir reyndu að komast yfir Miðjarðarhafið, tuttugufalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Leiðtogar Evrópusambandsríkja féllust á það í lok síðasta mánaðar að taka við um 40 þúsund flóttamönnum sem nú hafa hæli í Ítalíu og Grikklandi – sem segjast ekki megna lengur að taka við öllum þeim mikla fjölda sem nú flýr ófremdarástand í Sýrlandi, Lýbíu og öðrum stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira