„Kynslóðin mín og þær næstu geta ekki farið í skóla“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 12:00 Kúrdar sem flúðu frá Kobani til Tyrklands nýkomnir yfir landamærin. UNHCR/I. Prickett Fjöldi fólks sem flúið hefur frá Sýrlandi til nágrannaríkja þess er nú í fyrsta sinn kominn yfir fjórar milljónir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið vera það versta sem þeir hafi komið að í 25 ár. Auk þess eru 7,6 milljónir manna á vergangi innan Sýrlands og margir þeirra búa við hættulegar aðstæður. „Þetta er stærsti hópur flóttafólks vegna átaka í um 25 ár,“ segir yfirmaður stofnunarinnar António Guterres. „Þetta fólk þarf á stuðningi heimsins að halda, en býr þess í stað við alvarlegar aðstæður og sekkur dýpra og dýpra í fátækt.“Flóttamenn frá Kobani flúðu harða bardaga með allar sínar eigur sem þau gátu haldið á.UNHCR/I. PrickettIvra er 13 ára gömul, en hún er ein þeirra fjölmörgu sem flúðu borgina Kobani þegar vígamenn Íslamska ríkisins gerðu árás á borgina. Bardagar um Kobani stóðu yfir í margar vikur. Hún segist hafa verið ánægð með að fá að sjá annað land, hins vegar hafi hún verið afar sorgmædd yfir því að yfirgefa heimaland sitt og herbergið þar sem hún ólst upp. Hún býr nú með fjölskyldu sinni í stærstu flóttamannabúðum Tyrklands. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár og hefur fjöldi flóttamanna sífellt aukist. Einungis tíu mánuðir eru frá því að fjöldi flóttamanna náði þremur milljónum. UNHCR býst við því að lok ársins verði flóttamenn alls 4,27 milljónir talsins. „Sífellt versnandi aðstæður í Sýrlandi rekur fleiri og fleiri til Evrópu og jafnvel lengra, en meirihlutinn vill vera áfram á svæðinu. Við getum ekki leyft flóttafólkinu og samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim að finna fyrir meiri örvæntingu,“ segir Guterres.Meðal þess sem HNCR þarf að draga úr vegna fjárskorts er heilsugæsla.UNHCR/I. PrickettBara í júní flúðu rúmlega 24 þúsund manns til Tyrklands frá borginni Tel Abyad. Um 45 prósent allra flóttamanna frá Sýrlandi halda nú til í Tyrklandi. Í heildina eru um 1,8 milljónir í Sýrlandi, 1,2 í Líbanon, 630 þúsund í Jórdaníu, 250 þúsund í Írak, 132 þúsund í Egyptalandi og um 24 þúsund annarsstaðar í Norður-Afríku. Fyrr á árinu fór Flóttamannastofnunin fram á um 5,5 milljarða dala vegna ástandsins. Hins vegar hefur þeim einungis borist um einn fjórði af þeirri upphæð. Þess vegna á flóttafólkið von á því að dregið verði úr matarskömmtum þeirra og öðrum nauðsynjum.Hinn ellefu ára gamli Mujahid sér um kindur fjölskyldunnar í tjaldborginni sem þau búa í.UNHCR/L. AddarioÞví lengur sem dregst úr átökunum, því minni líkur eru á því að fólk ráði við að snúa aftur heim. Flóttamennirnir sökkva dýpra og dýpra í fátækt, barnaþrælkun eykst, sem og betl og fleiri og fleiri börn eru látin giftast. Þar að auki hefur þessi mikli fjöldi flóttafólks mikil neikvæð áhrif á þau samfélög sem hýsa þau. Samkeppni um vinnu, húsnæði, vatn og orku eykst og hætt er á að samfélögin hætti að ráða við þennan fjölda.Hér má sjá aðstæður sem flóttafólk býr við. Flóttamenn Tengdar fréttir Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33 ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23 Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00 Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fjöldi fólks sem flúið hefur frá Sýrlandi til nágrannaríkja þess er nú í fyrsta sinn kominn yfir fjórar milljónir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið vera það versta sem þeir hafi komið að í 25 ár. Auk þess eru 7,6 milljónir manna á vergangi innan Sýrlands og margir þeirra búa við hættulegar aðstæður. „Þetta er stærsti hópur flóttafólks vegna átaka í um 25 ár,“ segir yfirmaður stofnunarinnar António Guterres. „Þetta fólk þarf á stuðningi heimsins að halda, en býr þess í stað við alvarlegar aðstæður og sekkur dýpra og dýpra í fátækt.“Flóttamenn frá Kobani flúðu harða bardaga með allar sínar eigur sem þau gátu haldið á.UNHCR/I. PrickettIvra er 13 ára gömul, en hún er ein þeirra fjölmörgu sem flúðu borgina Kobani þegar vígamenn Íslamska ríkisins gerðu árás á borgina. Bardagar um Kobani stóðu yfir í margar vikur. Hún segist hafa verið ánægð með að fá að sjá annað land, hins vegar hafi hún verið afar sorgmædd yfir því að yfirgefa heimaland sitt og herbergið þar sem hún ólst upp. Hún býr nú með fjölskyldu sinni í stærstu flóttamannabúðum Tyrklands. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár og hefur fjöldi flóttamanna sífellt aukist. Einungis tíu mánuðir eru frá því að fjöldi flóttamanna náði þremur milljónum. UNHCR býst við því að lok ársins verði flóttamenn alls 4,27 milljónir talsins. „Sífellt versnandi aðstæður í Sýrlandi rekur fleiri og fleiri til Evrópu og jafnvel lengra, en meirihlutinn vill vera áfram á svæðinu. Við getum ekki leyft flóttafólkinu og samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim að finna fyrir meiri örvæntingu,“ segir Guterres.Meðal þess sem HNCR þarf að draga úr vegna fjárskorts er heilsugæsla.UNHCR/I. PrickettBara í júní flúðu rúmlega 24 þúsund manns til Tyrklands frá borginni Tel Abyad. Um 45 prósent allra flóttamanna frá Sýrlandi halda nú til í Tyrklandi. Í heildina eru um 1,8 milljónir í Sýrlandi, 1,2 í Líbanon, 630 þúsund í Jórdaníu, 250 þúsund í Írak, 132 þúsund í Egyptalandi og um 24 þúsund annarsstaðar í Norður-Afríku. Fyrr á árinu fór Flóttamannastofnunin fram á um 5,5 milljarða dala vegna ástandsins. Hins vegar hefur þeim einungis borist um einn fjórði af þeirri upphæð. Þess vegna á flóttafólkið von á því að dregið verði úr matarskömmtum þeirra og öðrum nauðsynjum.Hinn ellefu ára gamli Mujahid sér um kindur fjölskyldunnar í tjaldborginni sem þau búa í.UNHCR/L. AddarioÞví lengur sem dregst úr átökunum, því minni líkur eru á því að fólk ráði við að snúa aftur heim. Flóttamennirnir sökkva dýpra og dýpra í fátækt, barnaþrælkun eykst, sem og betl og fleiri og fleiri börn eru látin giftast. Þar að auki hefur þessi mikli fjöldi flóttafólks mikil neikvæð áhrif á þau samfélög sem hýsa þau. Samkeppni um vinnu, húsnæði, vatn og orku eykst og hætt er á að samfélögin hætti að ráða við þennan fjölda.Hér má sjá aðstæður sem flóttafólk býr við.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33 ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23 Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00 Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30
Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15
Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33
ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23
Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00
Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29