Axel vann góðan félaga í úrslitum: Saman í bústað frá því á miðvikudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2015 17:10 Axel Bóasson fagnar hér sigri. Mynd/Golfsamband Íslands Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5. Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2. „Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir að vera saman í bústað frá því á miðvikudaginn. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin tvö ár og frábært að fá stóran titil eftir allt saman,“ sagði Axel í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson hjá Golfsambandi Íslands. „Ég hef verið sterkari holukeppnismaður – það hentar mér betur. Ég var að slá vel allt mótið og flatirnar voru erfiðar – þolinmæðin var því lykatriðið og ég lét fuglana koma frekar en að sækja þá. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Ég er spenntur fyrir því að fara að keppa aftur en fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí eftir þessa törn,“ sagði Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni 2015. „Þetta mót er það besta hjá mér frá upphafi. Ég kom sjálfum mér á óvart og góð byrjun á mótinu færði mér aukinn kraft. Ég hef aldrei komist svona langt og sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni í undanúrslitunum var sá stærsti hjá mér til þessa,“ sagði Benedikt Sveinsson úr Keili eftir úrslitaleikinn gegn Axel. Golf Tengdar fréttir Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3. 21. júní 2015 11:17 Keilismenn mætast í úrslitum karla í ár Íslandsmeistarinn í holukeppni 2015 kemur úr Keili en þetta varð ljóst þegar Benedikt Sveinsson tryggði sér sæti í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 11:52 Axel Íslandsmeistari í holukeppni Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur á félaga sínum úr Golfklúbbi Keili, Benedikt Sveinssyni. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 15:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5. Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2. „Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir að vera saman í bústað frá því á miðvikudaginn. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin tvö ár og frábært að fá stóran titil eftir allt saman,“ sagði Axel í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson hjá Golfsambandi Íslands. „Ég hef verið sterkari holukeppnismaður – það hentar mér betur. Ég var að slá vel allt mótið og flatirnar voru erfiðar – þolinmæðin var því lykatriðið og ég lét fuglana koma frekar en að sækja þá. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Ég er spenntur fyrir því að fara að keppa aftur en fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí eftir þessa törn,“ sagði Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni 2015. „Þetta mót er það besta hjá mér frá upphafi. Ég kom sjálfum mér á óvart og góð byrjun á mótinu færði mér aukinn kraft. Ég hef aldrei komist svona langt og sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni í undanúrslitunum var sá stærsti hjá mér til þessa,“ sagði Benedikt Sveinsson úr Keili eftir úrslitaleikinn gegn Axel.
Golf Tengdar fréttir Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3. 21. júní 2015 11:17 Keilismenn mætast í úrslitum karla í ár Íslandsmeistarinn í holukeppni 2015 kemur úr Keili en þetta varð ljóst þegar Benedikt Sveinsson tryggði sér sæti í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 11:52 Axel Íslandsmeistari í holukeppni Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur á félaga sínum úr Golfklúbbi Keili, Benedikt Sveinssyni. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 15:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3. 21. júní 2015 11:17
Keilismenn mætast í úrslitum karla í ár Íslandsmeistarinn í holukeppni 2015 kemur úr Keili en þetta varð ljóst þegar Benedikt Sveinsson tryggði sér sæti í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 11:52
Axel Íslandsmeistari í holukeppni Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur á félaga sínum úr Golfklúbbi Keili, Benedikt Sveinssyni. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júní 2015 15:38