BMW i5 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2015 13:03 BMW i5 mun bæði fást sem rafmagnsbíll og tvíorkubíll. Það er flug á BMW er kemur að rafmagnsbílum. Ekki er langt síðan BMW kynnti tvíorkubílinn i8 og rafmagnsbílinn i3 en nú er sá þriðji á leiðinni og fær hann stafina i5. Þessi bíll er að svipaðri lengd og i8 og stefndi BMW að því, umfram flest annað, að láta hann ekki líta út eins og rafmagnsbíl, heldur venjulegur en fagur fólksbíll. Helsta ástæða þess er að á á tveimur stærstu bílmörkuðum heims, í Kína og í Bandaríkjunum, kjósa kaupendur ekki bíla sem líta út eins og flugbílar úr framtíðinni, heldur venjulegt fólksbílaútlit. Þessi nýi i5 verður bæði fáanlegur sem tvíorkubíll og rafmagnsbíll. Tvíorkubíllinn verður afar öflugur, með 275 hestafla rafmótora að aftan og bensínvél sem knýr framhjólin, en ekki er víst hversu öflug hún verður, né hvort hún verður þriggja eða fjögurra strokka. Rafmagnsbíllinn er 360 hestöfl, með 225 hestafla rafmótora að aftan og 135 að framan. Yfirbygging bílsins er að miklu leiti úr koltrefjum og því vegur hann ekki nema 1.570 kíló þrátt fyrir þungar rafhlöðurnar. Ein af ástæðunum fyrir smíði i5 er að geta boðið rafmagnsbíl á hagstæðu verði, en bæði i3 og i8 bílarnir hafa þótt nokkuð dýrir, en þó báðir fengið mjög góða dóma. BMW i5 verður með 4 hurðum og ætlaður 4 farþegum. Hann er með eins mikið hjólhaf og kostur var og innanrými hans því mjög rúmt. Þarna á því að vera kominn hagstæðari kostur og til þess að það sé mögulegt er margt notað úr framleiðslu i3 og i8 bílunum og bíllinn er þannig hannaður að ódýrara verður að framleiða hann en hina tvo. Verðinu verður stillt upp þannig að hann keppi við Tesla Model S og væntanlega verður hann í boði á lægra verði en Teslan. Búist er við því að fjöldaframleiðsla á i5 hefjist árið 2019. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Það er flug á BMW er kemur að rafmagnsbílum. Ekki er langt síðan BMW kynnti tvíorkubílinn i8 og rafmagnsbílinn i3 en nú er sá þriðji á leiðinni og fær hann stafina i5. Þessi bíll er að svipaðri lengd og i8 og stefndi BMW að því, umfram flest annað, að láta hann ekki líta út eins og rafmagnsbíl, heldur venjulegur en fagur fólksbíll. Helsta ástæða þess er að á á tveimur stærstu bílmörkuðum heims, í Kína og í Bandaríkjunum, kjósa kaupendur ekki bíla sem líta út eins og flugbílar úr framtíðinni, heldur venjulegt fólksbílaútlit. Þessi nýi i5 verður bæði fáanlegur sem tvíorkubíll og rafmagnsbíll. Tvíorkubíllinn verður afar öflugur, með 275 hestafla rafmótora að aftan og bensínvél sem knýr framhjólin, en ekki er víst hversu öflug hún verður, né hvort hún verður þriggja eða fjögurra strokka. Rafmagnsbíllinn er 360 hestöfl, með 225 hestafla rafmótora að aftan og 135 að framan. Yfirbygging bílsins er að miklu leiti úr koltrefjum og því vegur hann ekki nema 1.570 kíló þrátt fyrir þungar rafhlöðurnar. Ein af ástæðunum fyrir smíði i5 er að geta boðið rafmagnsbíl á hagstæðu verði, en bæði i3 og i8 bílarnir hafa þótt nokkuð dýrir, en þó báðir fengið mjög góða dóma. BMW i5 verður með 4 hurðum og ætlaður 4 farþegum. Hann er með eins mikið hjólhaf og kostur var og innanrými hans því mjög rúmt. Þarna á því að vera kominn hagstæðari kostur og til þess að það sé mögulegt er margt notað úr framleiðslu i3 og i8 bílunum og bíllinn er þannig hannaður að ódýrara verður að framleiða hann en hina tvo. Verðinu verður stillt upp þannig að hann keppi við Tesla Model S og væntanlega verður hann í boði á lægra verði en Teslan. Búist er við því að fjöldaframleiðsla á i5 hefjist árið 2019.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent