Svona fer fyrir þeim sem leggja í stæði fatlaðra í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 09:33 Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube. Bílar video Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent
Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube.
Bílar video Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent