Svona fer fyrir þeim sem leggja í stæði fatlaðra í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 09:33 Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube. Bílar video Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube.
Bílar video Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent