Svona fer fyrir þeim sem leggja í stæði fatlaðra í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 09:33 Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube. Bílar video Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube.
Bílar video Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent