Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 16:27 Alexis Tsipras hefur snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40
Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34
Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19