Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 19:24 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði öðrum leiðtogum Evrópusambandsins að mögulega væri betra fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið. Þannig gætu þeir fært efnahag sinn í lag. Cameron sagði þó að í því fælist mikil áhætta. Samkvæmt skjölum sem Guardian hefur undir höndum sagði Cameron þetta við leiðtoga annarrar ESB þjóðar á nýliðnum fundi. Á morgun munu fjármálaráðherrar evruríkjanna halda neyðarfund til að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot gríska ríkisins. Grikkir þurfa að greiða einn og hálfan milljarð evra til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á þriðjudaginn. Til þess þurfa þeir aðgang að neyðarfé, en kröfuhafar Grikkja vilja ekki veit þann aðgang án aðhaldsaðgerða í rekstri ríkisins í Grikklandi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Sjá einnig: Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn. Grikkland Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði öðrum leiðtogum Evrópusambandsins að mögulega væri betra fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið. Þannig gætu þeir fært efnahag sinn í lag. Cameron sagði þó að í því fælist mikil áhætta. Samkvæmt skjölum sem Guardian hefur undir höndum sagði Cameron þetta við leiðtoga annarrar ESB þjóðar á nýliðnum fundi. Á morgun munu fjármálaráðherrar evruríkjanna halda neyðarfund til að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot gríska ríkisins. Grikkir þurfa að greiða einn og hálfan milljarð evra til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á þriðjudaginn. Til þess þurfa þeir aðgang að neyðarfé, en kröfuhafar Grikkja vilja ekki veit þann aðgang án aðhaldsaðgerða í rekstri ríkisins í Grikklandi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Sjá einnig: Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn.
Grikkland Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira