Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016.
Tvær fullar flugvélar af stuðningsmönnum Tékkanna fylgdu leikmönnum liðsins á klakann. Umboðsmaður tékkneska bjórsins Pilsner Urquell ákvað að taka á móti gestunum í fríhöfninni með afbragðs tékkneskum bjór.
Stuðningsmennirnir tóku drykknum kunnuglega fagnandi en það kom fæstum á óvart að leikmenn, með fullan huga við leikinn á föstudag, afþökkuðu pent. Vakti athygli að sumir Tékkanna voru klædddir stuttbuxum en þeir hafa mögulega ekki frétt af seinkun sumarsins á Íslandi.
Myndir frá komu Tékkanna má sjá í myndasyrpunni hér að neðan. Ómar Vilhelmsson tók myndirnar.
Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti


Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
