Þetta skrifaði Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, í Fréttablaðið í dag ásamt því að birta afrit af launaseðili sínum. Hún segir mikilvægt að menntun hjúkrunarfræðinga sé metin til launa, líkt og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun.
Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp

„Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum,“ skrifar Ingibjörg.
Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa birt launaseðla sína opinberlega í dag. Þar á meðal Ella Björg Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir 60 prósent vinnu á kvöldin. Grunnlaun hennar eru 311.920 krónur.
Mikið er ég orðin þreytt á að heyra hina og þessa "spekinga" ræða mín eigin launamál, á förnum vegi, á kaffistofum,...
Posted by Ella Björg Rögnvaldsdóttir on 10. júní 2015
- Mér finnst sárt að hugsa til þess að menntun mín og ábyrgð í starfi er ekki metin til launa- Mér finnst sárt að...
Posted by Erla Hlíf Kvaran on 10. júní 2015