Aron Einar: Er gryfja þrátt fyrir hlaupabrautina Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2015 21:36 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira