Sænski prinsinn genginn út Ritstjórn skrifar 13. júní 2015 17:15 Carl Philip og Sofia eftir athöfnina í dag Sænski prinsinn Carl Philip og Sofia Hellqvist gengu í hjónaband í Stokkhólmi í dag. Var Sofia einstaklega glæsileg í hvítum kjól frá sænska hönnuðinum Ida Sjöstedt úr silki og handgerðri blúndu frá Jose Maria Ruiz. Kórónuna fékk hún að gjöf frá tengdaforeldrum sínum, Silvíu drottningu og Karl Gustaf.Frá athöfninni í dag.Athygli vakti að húðflúr sem Sofia er með aftan á hnakkanum sást greinilega, þar sem hárið var tekið upp í lágan snúð og kjóllinn opinn í bakið. Ætli það hafi ekki hneykslað einhverja, en mun þetta líklega vera í fyrsta sinn sem húðflúr sést í konunglegu brúðkaupi. Sofia og Carl Philip kynntust árið 2010 á veitingastað en parið tilkynnti um trúlofun sína í júní í fyrra.Carl Philip og Sofia í hátíðarkvöldverð í gærkvöldi, hún í kjól frá Zuhair Murad. Mest lesið Gervihöfuð og drekar á sýningu Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Beyoncé gerir gervitattú Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour
Sænski prinsinn Carl Philip og Sofia Hellqvist gengu í hjónaband í Stokkhólmi í dag. Var Sofia einstaklega glæsileg í hvítum kjól frá sænska hönnuðinum Ida Sjöstedt úr silki og handgerðri blúndu frá Jose Maria Ruiz. Kórónuna fékk hún að gjöf frá tengdaforeldrum sínum, Silvíu drottningu og Karl Gustaf.Frá athöfninni í dag.Athygli vakti að húðflúr sem Sofia er með aftan á hnakkanum sást greinilega, þar sem hárið var tekið upp í lágan snúð og kjóllinn opinn í bakið. Ætli það hafi ekki hneykslað einhverja, en mun þetta líklega vera í fyrsta sinn sem húðflúr sést í konunglegu brúðkaupi. Sofia og Carl Philip kynntust árið 2010 á veitingastað en parið tilkynnti um trúlofun sína í júní í fyrra.Carl Philip og Sofia í hátíðarkvöldverð í gærkvöldi, hún í kjól frá Zuhair Murad.
Mest lesið Gervihöfuð og drekar á sýningu Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Beyoncé gerir gervitattú Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour