Helle Thorning gengur á fund drottningar Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2015 08:49 Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. vísir/afp Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur gengur á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar nú klukkan níu og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Skömmu síðar mun Lars Lökke Rasmussen formaður Venstre ganga á fund drottningar og fá umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningasigur hægri blokkarinnar í þingkosningunum í gær. Sigur Rasmussen's er súrsætur þar sem flokkur hans tapaði tíu þingmönnum og er þriðji stærsti flokkurinn á þingi á eftir Jafnaðarmannaflokknum og Danska þjóðarflokknum. En sá síðarnefndi er sigurvegari kosninganna, bætti við sig miklu fylgi og fimmtán þingmönnum. Flokkurinn hefur lengst af þótt óstjórntækur vegna róttækra skoðana í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki fengið ráðherra í ríkisstjórn. Nú er hins vegar haft eftir Sören Gade sem var varnarmálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Rasmussen að sigur Danska þjóðarflokksins sé slíkur að hann eigi heimtingu á ráðherrastólum í nýrri ríkisstjórn. Það sé aftur á móti undir Kristian Thulesen Dahl formanni Þjóðarflokksins komið að fara fram á ráðherraembætti í stjórninni. Rasmussen sagði í ávarpi til flokksmanna sinna þegar sigur hæri blokkarinnar lá fyrir í gærkvöldi að Venstre hefði háð góða kosningabaráttu en ekki fengið góð úrslit. Niðurstaða kosninganna gæfi flokknum hins vegar tækifæri og eingöngu tækifæri til að vinna hug danskra kjósenda með verkum sínum. Þá sagði Rasmussen ekki víst að myndun nýrrar ríkisstjórnar yrði auðveld og hefur þá eflaust hugsað til mikils sigurs Þjóðarflokksins, sem nú er stærsti flokkurinn innan hægri blokkarinnar og því mjög ráðandi um stefnumál væntanlegrar ríkisstjórnar. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur gengur á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar nú klukkan níu og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Skömmu síðar mun Lars Lökke Rasmussen formaður Venstre ganga á fund drottningar og fá umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningasigur hægri blokkarinnar í þingkosningunum í gær. Sigur Rasmussen's er súrsætur þar sem flokkur hans tapaði tíu þingmönnum og er þriðji stærsti flokkurinn á þingi á eftir Jafnaðarmannaflokknum og Danska þjóðarflokknum. En sá síðarnefndi er sigurvegari kosninganna, bætti við sig miklu fylgi og fimmtán þingmönnum. Flokkurinn hefur lengst af þótt óstjórntækur vegna róttækra skoðana í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki fengið ráðherra í ríkisstjórn. Nú er hins vegar haft eftir Sören Gade sem var varnarmálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Rasmussen að sigur Danska þjóðarflokksins sé slíkur að hann eigi heimtingu á ráðherrastólum í nýrri ríkisstjórn. Það sé aftur á móti undir Kristian Thulesen Dahl formanni Þjóðarflokksins komið að fara fram á ráðherraembætti í stjórninni. Rasmussen sagði í ávarpi til flokksmanna sinna þegar sigur hæri blokkarinnar lá fyrir í gærkvöldi að Venstre hefði háð góða kosningabaráttu en ekki fengið góð úrslit. Niðurstaða kosninganna gæfi flokknum hins vegar tækifæri og eingöngu tækifæri til að vinna hug danskra kjósenda með verkum sínum. Þá sagði Rasmussen ekki víst að myndun nýrrar ríkisstjórnar yrði auðveld og hefur þá eflaust hugsað til mikils sigurs Þjóðarflokksins, sem nú er stærsti flokkurinn innan hægri blokkarinnar og því mjög ráðandi um stefnumál væntanlegrar ríkisstjórnar.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira