BMW ákveður smíði X2 jepplings Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 10:54 BMW X2, enn einn bíllinn í flokki jepplinga og jeppa lúxusbílaframleiðendanna. Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent