Pirlo: Tapið gegn Liverpool 2005 versta stund lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 11:00 Andrea Pirlo ætlar að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn. vísir/getty Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Andrea Pirlo, miðjumaðurinn magni í liði Juventus, gæti spilað sinn síðasta leik fyrir „gömlu konuna“ annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Berlín. Hann íhugar það alvarlega að láta gott heita í Evrópu lyfti hann bikarnum á morgun og fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þar bíða hans gull og grænir skógar. „Ef við vinnum gæti ég spilað í öðru landi því ég spila ekki fyrir annað lið á Ítalíu. MLS er góð hugmynd, en þessa stundina hugsa ég ekki um neitt annað en Juventus og úrslitaleikinn,“ sagði Pirlo við fréttamenn í Berlín. Pirlo vann Meistaradeildina tvívegis sem leikmaður AC Milan, fyrst eftir sigur á Juventus á Old Trafford 2003 og svo aftur eftir sigur á Liverpool í Aþenu 2007. „Þetta verður fjórði úrslitaleikurinn minn, en það skiptir engu máli. Svona leikir eru alltaf sérstakir og öðruvísi. Við vitum hvað við þurfum að gera. Barcelona er sigurstranglegra liðið en allt getur gerst í fótbolta,“ segir Pirlo. Hann hefur einu sinni tapað í úrslitaleik, en það var gegn Liverpool í Istanbúl 2005. Liverpool kom þá til baka eftir að lenda 3-0 undir í fyrri hálfleik og vann eftir vítaspyrnukeppni. „Ég veit hvernig það er að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en líka hvernig það er að tapa. Tapið í Istanbúl gegn Liverpol 2005 er ekki bara versta stundin á knattspyrnuferlinum heldur í lífi mínu,“ segir Andrea Pirlo.Útsending frá úrslitaleik Juventus og Barcelona hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45
Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30