Fótbolti

Neymar notar Playstation til að geta spilað sem Buffon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar bendir.
Neymar bendir. vísir/getty
Neymar, einn af stórbrotnu framherjaþríeyki Barcelona, segist spenntur fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann hrósar Gianluigi Buffon, markverði Juventus, í hástert.

„Leo and Luis eru ótrúlegir leikmenn, með ótrúlega hæfileika. Aðalatriðið er vinskapur okkar á vellinum, við erum góðir vinir og það hjálpar okkur mikið," sagði Neymar að lokum.

Sjá einnig: Jafnar Enrique árangur Guardiola?

„Ég hef spilað marga úrslitaleiki, en þetta er sá mikilvægasti á mínum ferli. Þetta er búinn að vera draumur minn síðan ég var barn og ég mun vonandi njóta leiksins."

Juventus sló Real Madrid út í undanúrslitunum sem kom mörgum á óvart. Neymar hrósar ítalska liðinu og þá sérstaklega Gianluigi Buffon, markverði Juventus.

„Juventus er frábært lið, það er þess vegna sem þeir eru í úrslitunum. Við vitum að þetta verður frábær, en einnig erfiður leikur, sérstaklega því Buffon er frábær markmaður; einn af þeim betri í sögunni."

„Ég nota Playstation tölvuna mína til þess að spila eins og hann, en ég myndi elska að skora framhjá honum."

Leikurinn hefst klukkan 18:45, en útsending Stöðvar 2 Sports hefst klukkan 18:00 með upphitunarþætti. Þar verða Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Guðjónsson spekingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×