"Langt frá því að vera samkeppnishæfur“ Kári Örn Hinriksson skrifar 8. júní 2015 13:00 Tiger Woods er ávalt heitt umræðuefni. Getty Tiger Woods setti persónulegt met um helgina en hann lék sinn versta hring á atvinnumannaferlinum á þriðja degi á Memorial mótinu og kom inn á 85 höggum eða 13 yfir pari. Það kom því engum á óvart að Woods skuli hafa hlaupið framhjá blaðamönnum eftir hringinn og neitað að tjá sig um frammistöðuna en hann endaði í síðasta sæti af þeim kylfingum sem náðu niðurskurðinum. Vandamál Woods hafa verið mikil að undanförnu og hann virðist aðeins vera skugginn af sjálfum sér á golfvellinum en hann hefur samt sem áður tekið sér tvö löng frí á undanförnum 12 mánuðum til þess að jafna sig af meiðslum og vinna í leik sínum. Woods sigraði fimm sinnum á PGA-mótaröðinni árið 2013 og var óneitanlega besti kylfingur heims en eftir frammistöðu helgarinnar situr Woods í 181. sæti heimslistans og virðist vera í frjálsu falli.Margir með kenningar um niðursveiflu ársinsÞessi hraða niðursveifla hjá Woods veldur mörgum golffjölmiðlamönnum heilabrotum en Eamon Lynch, ritstjóri Golf Magazine, telur að hann þurfi að skipta um þjálfara. „Tiger virðist sífellt vera að fá sér reynsluminni þjálfara, hann er núna með Chris Como sem er örugglega frábær, fyrir suma kylfinga, en ekki fyrir Tiger Woods. Hann þarf einhvern með meiri reynslu sem hjálpar honum að rifja upp hvað gerði hann nánast ósigrandi á sínum tíma." Gary Van Sickle, blaðamaður á Sports Illustrated, segir að Woods þurfi að einbeita sér að því að laga upphafshöggin. „Við sjáum enn að hann getur púttað og slegið með járnum en upphafshöggin hafa verið stórt vandamál hjá Tiger í næstum því áratug núna. Ef hann finnur leið til þess að hitta miklu fleiri brautir þá gæti hann náð sömu hæðum og áður en hann virðist vera langt frá því eins og er.“ Josh Sens, pistlahöfundur á Golf Magazine, er alls ekki sammála Van Sickle og segir að Woods eigi aldrei eftir að ná sömu hæðum aftur. „Það sést ekki jafn vel í golfi og öðrum íþróttum þegar að menn eru hættir að vera í heimsklassa, en Tiger er langt frá því þessa dagana. Þetta er ekki eins og í boxi þegar að menn eru rotaðir og skynja þá að þeirra tími sé kominn, en mér finnst næstum því eins og hver einasti hringur hjá honum þessa dagana sé lítið rothögg. Hann er langt frá því að vera samkeppnishæfur.“US Open næst á dagskráNæsta mót sem Woods tekur þátt í er Opna Bandaríska meistaramótið sem fram fer á Chambers Bay strandvellinum seinna i júní. Þar hefur hann verið við æfingar að undanförnu en völlurinn ætti að henta leikstíl Woods vel sem kann vel við sig á strandvöllum þegar að hann getur notast við járn af teig. Það verður áhugavert að sjá hvað Woods gerir þar, hvort hann geti enn barist við þá bestu eða hvort að enn eitt rothöggið á glæsilegan feril þessa magnaða kylfings verði slegið. Golf Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Tiger Woods setti persónulegt met um helgina en hann lék sinn versta hring á atvinnumannaferlinum á þriðja degi á Memorial mótinu og kom inn á 85 höggum eða 13 yfir pari. Það kom því engum á óvart að Woods skuli hafa hlaupið framhjá blaðamönnum eftir hringinn og neitað að tjá sig um frammistöðuna en hann endaði í síðasta sæti af þeim kylfingum sem náðu niðurskurðinum. Vandamál Woods hafa verið mikil að undanförnu og hann virðist aðeins vera skugginn af sjálfum sér á golfvellinum en hann hefur samt sem áður tekið sér tvö löng frí á undanförnum 12 mánuðum til þess að jafna sig af meiðslum og vinna í leik sínum. Woods sigraði fimm sinnum á PGA-mótaröðinni árið 2013 og var óneitanlega besti kylfingur heims en eftir frammistöðu helgarinnar situr Woods í 181. sæti heimslistans og virðist vera í frjálsu falli.Margir með kenningar um niðursveiflu ársinsÞessi hraða niðursveifla hjá Woods veldur mörgum golffjölmiðlamönnum heilabrotum en Eamon Lynch, ritstjóri Golf Magazine, telur að hann þurfi að skipta um þjálfara. „Tiger virðist sífellt vera að fá sér reynsluminni þjálfara, hann er núna með Chris Como sem er örugglega frábær, fyrir suma kylfinga, en ekki fyrir Tiger Woods. Hann þarf einhvern með meiri reynslu sem hjálpar honum að rifja upp hvað gerði hann nánast ósigrandi á sínum tíma." Gary Van Sickle, blaðamaður á Sports Illustrated, segir að Woods þurfi að einbeita sér að því að laga upphafshöggin. „Við sjáum enn að hann getur púttað og slegið með járnum en upphafshöggin hafa verið stórt vandamál hjá Tiger í næstum því áratug núna. Ef hann finnur leið til þess að hitta miklu fleiri brautir þá gæti hann náð sömu hæðum og áður en hann virðist vera langt frá því eins og er.“ Josh Sens, pistlahöfundur á Golf Magazine, er alls ekki sammála Van Sickle og segir að Woods eigi aldrei eftir að ná sömu hæðum aftur. „Það sést ekki jafn vel í golfi og öðrum íþróttum þegar að menn eru hættir að vera í heimsklassa, en Tiger er langt frá því þessa dagana. Þetta er ekki eins og í boxi þegar að menn eru rotaðir og skynja þá að þeirra tími sé kominn, en mér finnst næstum því eins og hver einasti hringur hjá honum þessa dagana sé lítið rothögg. Hann er langt frá því að vera samkeppnishæfur.“US Open næst á dagskráNæsta mót sem Woods tekur þátt í er Opna Bandaríska meistaramótið sem fram fer á Chambers Bay strandvellinum seinna i júní. Þar hefur hann verið við æfingar að undanförnu en völlurinn ætti að henta leikstíl Woods vel sem kann vel við sig á strandvöllum þegar að hann getur notast við járn af teig. Það verður áhugavert að sjá hvað Woods gerir þar, hvort hann geti enn barist við þá bestu eða hvort að enn eitt rothöggið á glæsilegan feril þessa magnaða kylfings verði slegið.
Golf Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn