Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 í fótbolta á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 á föstudagskvöldið.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en sigur hjá öðru hvoru þeirra færir viðkomandi nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári liðnu.
KSÍ hefur eins og undanfarin misseri gefið út rafræna leikskrá fyrir leikinn sem má lesa hér. Leikskráin er á ISSUU skráarformi og má skoða hana í flestum tækjum.
Í leikskránni má finna áhugavert efni eins og viðtöl við leikmann og þjálfara sem og leikmannahópa og annað.
