Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 11:50 Ari fagnar með Kolbeini Sigþórssyni eftir sigur Íslands á Tyrklandi. vísir/anton Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49