Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 12:19 Eiður Smári Guðjohnsen var eftirsóttur af fjölmiðlum í morgun. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti