Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2015 09:09 Vegamálastjóri sýnir þáverandi ráðherra vegamála Teigsskóg sumarið 2013. Vísir/Daníel Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Skipulagsstofnunar í morgun. „Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að þær breytingar sem gerðar hafa verið á legu vegarins út úr Teigsskógi að hluta, auk breyttra hönnunarforsendna og hönnunar á þverunum yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og breytingar á fyrirkomulagi efnistöku feli í sér verulegar breytingar á forsendum umhverfismats sem gefi tilefni til endurskoðunar umhverfismatsins, þar sem umræddar breytingar séu líklegar til að hafa áhrif á umhverfismat framkvæmdarinnar hvað varðar áhrif á skóglendi, landslag og leirur og fjörur,“ segir stofnunin. Deilur hafa staðið í um áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Um er að ræða rúmlega 15 kílómetra kafla Vestfjarðavegar, sem Vegagerðin vill leggja um Teigsskóg með svokallaðri leið B frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð. Árið 2006 lagðist Skipulagsstofnun gegn leið B vegna umhverfisáhrifa. Úrskurðurinn var kærður til umhverfisráðherra og síðar skotið til dómstóla. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur að óheimilt væri að leggja veginn samkvæmt leið B vegna umhverfisáhrifa.Veglínur sem Vegagerðin skoðar um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.„Í endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar er lögð fram tillaga að breyttri veglínu, sem kölluð er leið Þ-H. Í henni felst tilfærsla á veglínu frá leið B að hluta, auk þess sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og fallið er frá efnistöku í Teigsskógi. Skipulagsstofnun kynnti endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar með auglýsingu og óskaði umsagna viðkomandi sveitarfélags og opinberra stofnana og bárust stofnuninni 17 umsagnir og athugasemdir. Greining Skipulagsstofnunar á framlögðum gögnum sýnir að leið Þ-H er í aðalatriðum sambærileg veglína og leið B sem lögð var fram til umhverfismats í fyrra matsferli. Mesta einstaka frávik á legu vegarins er á um 2,6 km kafla í Þorskafirði þar sem fylgt er leið sem lögð var fram til samanburðar í fyrra matsferli. Þegar allt er talið felur leið Þ-H í sér breytta veglínu frá leið B sem nemur allt að rúmlega þriðjungi alls vegarins og rúmlega helmingi þess kafla sem liggur um Teigsskóg. Hvað varðar efnistöku, hafa framkvæmdaáformin tekið verulegum breytingum. Horfið hefur verið frá efnistöku í Teigsskógi með tilheyrandi vegslóðum og einnig hefur verið dregið úr efnistöku á Grónesi. Framangreindar breytingar á veglínu og efnistöku hafa í för með sér að skerðing á Teigsskógi verður talsvert minni en samkvæmt fyrri áformum. Þannig er gert ráð fyrir að leið Þ-H skerði skógarsvæði um 16 ha, í stað 26 ha vegna vegar samkvæmt leið B og 17 ha vegna efnistöku fyrir leið B. Einnig mun leið Þ-H liggja utan skógarins á um 2,6 km kafla, en leið B lá eftir skóginum endilöngum. Jafnframt er nú fyrirhugað að græða upp um 9 ha raskaðs skógar meðfram veginum með kjarri. Það er því niðurstaða Skipulagsstofnunar að fallist er á beiðni Vegagerðarinnar um endurupptöku á þeim hluta úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp sem varðar leið B í 2. áfanga. Ákvörðun Skipulagsstofnunar er kæranleg til umhverfis- og auðlindaráðherra. Þessi niðurstaða hefur í för með sér að Vegagerðin getur lagt fram tillögu að matsáætlun samkvæmt 8. gr. laga nr. 106/2000 með áorðnum breytingum. Í matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat verður tekin afstaða til þess hvaða valkostir verða skoðaðir og á hvaða gögnum umhverfismatið skal byggja og hvert umfang þess skuli vera. Þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmdinni og sem leitt hafa til þess að fallist er á endurskoðun umhverfismatsins, þá liggur fyrir að sú framkvæmd sem hér um ræðir felur í sér inngrip inn í lítt snortna landslagsheild og svæði með viðkvæmri náttúru sem fellur undir ýmis verndarákvæði í lögum og stefnu stjórnvalda. Það er því mikilvægt að í endurskoðuðu umhverfismati verði lagðar fram ítarlegar upplýsingar um umhverfisaðstæður, vandað til umhverfismats og lagt mat á umhverfisáhrif mögulegra valkosta til að bæta samgöngur á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp,“ segir Skipulagsstofnun. Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Skipulagsstofnunar í morgun. „Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að þær breytingar sem gerðar hafa verið á legu vegarins út úr Teigsskógi að hluta, auk breyttra hönnunarforsendna og hönnunar á þverunum yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og breytingar á fyrirkomulagi efnistöku feli í sér verulegar breytingar á forsendum umhverfismats sem gefi tilefni til endurskoðunar umhverfismatsins, þar sem umræddar breytingar séu líklegar til að hafa áhrif á umhverfismat framkvæmdarinnar hvað varðar áhrif á skóglendi, landslag og leirur og fjörur,“ segir stofnunin. Deilur hafa staðið í um áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Um er að ræða rúmlega 15 kílómetra kafla Vestfjarðavegar, sem Vegagerðin vill leggja um Teigsskóg með svokallaðri leið B frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð. Árið 2006 lagðist Skipulagsstofnun gegn leið B vegna umhverfisáhrifa. Úrskurðurinn var kærður til umhverfisráðherra og síðar skotið til dómstóla. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur að óheimilt væri að leggja veginn samkvæmt leið B vegna umhverfisáhrifa.Veglínur sem Vegagerðin skoðar um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.„Í endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar er lögð fram tillaga að breyttri veglínu, sem kölluð er leið Þ-H. Í henni felst tilfærsla á veglínu frá leið B að hluta, auk þess sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og fallið er frá efnistöku í Teigsskógi. Skipulagsstofnun kynnti endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar með auglýsingu og óskaði umsagna viðkomandi sveitarfélags og opinberra stofnana og bárust stofnuninni 17 umsagnir og athugasemdir. Greining Skipulagsstofnunar á framlögðum gögnum sýnir að leið Þ-H er í aðalatriðum sambærileg veglína og leið B sem lögð var fram til umhverfismats í fyrra matsferli. Mesta einstaka frávik á legu vegarins er á um 2,6 km kafla í Þorskafirði þar sem fylgt er leið sem lögð var fram til samanburðar í fyrra matsferli. Þegar allt er talið felur leið Þ-H í sér breytta veglínu frá leið B sem nemur allt að rúmlega þriðjungi alls vegarins og rúmlega helmingi þess kafla sem liggur um Teigsskóg. Hvað varðar efnistöku, hafa framkvæmdaáformin tekið verulegum breytingum. Horfið hefur verið frá efnistöku í Teigsskógi með tilheyrandi vegslóðum og einnig hefur verið dregið úr efnistöku á Grónesi. Framangreindar breytingar á veglínu og efnistöku hafa í för með sér að skerðing á Teigsskógi verður talsvert minni en samkvæmt fyrri áformum. Þannig er gert ráð fyrir að leið Þ-H skerði skógarsvæði um 16 ha, í stað 26 ha vegna vegar samkvæmt leið B og 17 ha vegna efnistöku fyrir leið B. Einnig mun leið Þ-H liggja utan skógarins á um 2,6 km kafla, en leið B lá eftir skóginum endilöngum. Jafnframt er nú fyrirhugað að græða upp um 9 ha raskaðs skógar meðfram veginum með kjarri. Það er því niðurstaða Skipulagsstofnunar að fallist er á beiðni Vegagerðarinnar um endurupptöku á þeim hluta úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp sem varðar leið B í 2. áfanga. Ákvörðun Skipulagsstofnunar er kæranleg til umhverfis- og auðlindaráðherra. Þessi niðurstaða hefur í för með sér að Vegagerðin getur lagt fram tillögu að matsáætlun samkvæmt 8. gr. laga nr. 106/2000 með áorðnum breytingum. Í matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat verður tekin afstaða til þess hvaða valkostir verða skoðaðir og á hvaða gögnum umhverfismatið skal byggja og hvert umfang þess skuli vera. Þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmdinni og sem leitt hafa til þess að fallist er á endurskoðun umhverfismatsins, þá liggur fyrir að sú framkvæmd sem hér um ræðir felur í sér inngrip inn í lítt snortna landslagsheild og svæði með viðkvæmri náttúru sem fellur undir ýmis verndarákvæði í lögum og stefnu stjórnvalda. Það er því mikilvægt að í endurskoðuðu umhverfismati verði lagðar fram ítarlegar upplýsingar um umhverfisaðstæður, vandað til umhverfismats og lagt mat á umhverfisáhrif mögulegra valkosta til að bæta samgöngur á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp,“ segir Skipulagsstofnun.
Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45