Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 09:48 Birgir Jakobsson. Vísir/Steinar Júlíusson. Hafin er lögreglurannsókn á barkaígræðslum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kom fram í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu. Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim eru fjórir látnir. Á þeim tíma sem barkaígræðslan var framkvæmd, árið 2011, var Birgir Jakobsson forstjóri Karólínska sjúkrahússins. Hann var forstjóri þess sjúkrahúss í sjö ár, eða frá árinu 2007 til 2014, en hann var skipaður landlæknir af heilbrigðisráðherra til fimm ára í nóvember í fyrra. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmHann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Rituð var grein um þessa barkaígræðslu og voru læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson titlaðir meðhöfundar hennar en hún var sögð vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar í Uppdrag granskning. Tómas var einnig beðinn um að taka þátt í aðgerðinni á Andemariam því hann hafði framkvæmt aðgerð á Eritríumanninum á Íslandi. Í fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karólínska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Ekki náðist í Birgi Jakobsson landlækni við gerð þessarar fréttar. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Hafin er lögreglurannsókn á barkaígræðslum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kom fram í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu. Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim eru fjórir látnir. Á þeim tíma sem barkaígræðslan var framkvæmd, árið 2011, var Birgir Jakobsson forstjóri Karólínska sjúkrahússins. Hann var forstjóri þess sjúkrahúss í sjö ár, eða frá árinu 2007 til 2014, en hann var skipaður landlæknir af heilbrigðisráðherra til fimm ára í nóvember í fyrra. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmHann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Rituð var grein um þessa barkaígræðslu og voru læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson titlaðir meðhöfundar hennar en hún var sögð vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar í Uppdrag granskning. Tómas var einnig beðinn um að taka þátt í aðgerðinni á Andemariam því hann hafði framkvæmt aðgerð á Eritríumanninum á Íslandi. Í fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karólínska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Ekki náðist í Birgi Jakobsson landlækni við gerð þessarar fréttar.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30