Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 13:58 Birgir Jakobsson, landlæknir, var forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins þegar barkaígræðslan var framkvæmd á Eritríumanninum Andemariam Beyene. Hann segir öllum hafa verið ljóst að um var að ræða tilraunaaðgerð fyrir mann sem átti engra kosta völ. „Það var öllum ljóst að þetta var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir í samtali við Vísi um barkaígræðslurnar sem framkvæmdar voru á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar.Paolo Macchiarini.Vísir/EPAFalsaði niðurstöður Það var ítalski læknirinn Paolo Macchiarini sem þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Eritríumaðurinn Andemariam Beyene. Það var árið 2011 en Andemariam hafði frá árinu 2009 verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Eftir að hann kom til landsins greindist hann með krabbamein og fór í gegnum meðferð við því á Íslandi. Tómas Guðbjartsson læknir hafði milligöngu um för Andemariam til Stokkhólms og var Tómas jafnframt beðinn um að taka þátt í aðgerðinni árið 2011 en hann lést þremur árum síðar á Karolinska sjúkrahúsinu. Tómas og Óskar Einarsson voru einnig titlaðir sem meðhöfundar að grein Macchiarini sem fjallaði um barkaígræðsluna og birtist í læknatímaritinu Lancet.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Tómasi og Óskari vegna málsins Í fyrra kom í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð og var í kjölfarið kærður. Einnig kom í ljós að atriði í grein hans samræmdust ekki sjúkraskrám Andemariam. Fékk Karolinska utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið og komst hann að þeirri niðurstöðu að sá ítalski hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum.Fékk þrjú ár til viðbótar Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins á árunum 2007 til 2014 og var því yfir sjúkrahúsinu þegar aðgerðin var framkvæmd á Andemariam. Hann var hins vegar ekki yfir Karolinska háskólanum, eða Karolinska Institute, sem er önnur stofnun sem vinnur náið með háskólasjúkrahúsinu. Hann segir öllum hafa verið það ljóst að aðgerðina á Andemariam var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ. Í staðinn hafi Andemariam fengið þrjú ár til viðbótar í stað þess að eiga nokkrar vikur eða mánuði ólifaða. „Mér skildist að hann hafi allavega fengið þrjú ár á lífi eftir þetta. Þetta var metið og gerður samningur hérna á milli Karolinska og sjúkrahússins um það hvernig þetta yrði gert og greitt fyrir það og Karolinska tók mikinn kostnað á sig við þetta líka. En þetta var gert að því er ég best veit með fullu samþykki sjúklings um að hann ætti engra kosta völ og lækni hans hér á Íslandi,“ segir Birgir.Ámælið eru falsaðar niðurstöður Hann segir málið hafa undið upp á sig en þetta var aðgerð sem ekki hafði verið framkvæmd áður á mönnum. „Háskólasjúkrahús hafa þetta hlutverk og og þá gildir að fylgja því mjög vel eftir og ef það gengur ekki eins og var ætlað þá þarf að hætta því og það gerðum við hjá sjúkrahúsinu. Hins vegar hefur Karolinska Institute haldið áfram einhverju samstarfi við Macchiarini og það hefur valdið þessum úlfaþyt núna.“ Birgir segist ekki vita hvort Ítalinn hafi haft leyfi siðanefndar þegar hann framkvæmdi aðgerðina á Andermariam en það hafi hins vegar verið þróunaraðgerð, ekki vísindastarf. „Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Það var öllum ljóst að þetta var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir í samtali við Vísi um barkaígræðslurnar sem framkvæmdar voru á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar.Paolo Macchiarini.Vísir/EPAFalsaði niðurstöður Það var ítalski læknirinn Paolo Macchiarini sem þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Eritríumaðurinn Andemariam Beyene. Það var árið 2011 en Andemariam hafði frá árinu 2009 verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Eftir að hann kom til landsins greindist hann með krabbamein og fór í gegnum meðferð við því á Íslandi. Tómas Guðbjartsson læknir hafði milligöngu um för Andemariam til Stokkhólms og var Tómas jafnframt beðinn um að taka þátt í aðgerðinni árið 2011 en hann lést þremur árum síðar á Karolinska sjúkrahúsinu. Tómas og Óskar Einarsson voru einnig titlaðir sem meðhöfundar að grein Macchiarini sem fjallaði um barkaígræðsluna og birtist í læknatímaritinu Lancet.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Tómasi og Óskari vegna málsins Í fyrra kom í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð og var í kjölfarið kærður. Einnig kom í ljós að atriði í grein hans samræmdust ekki sjúkraskrám Andemariam. Fékk Karolinska utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið og komst hann að þeirri niðurstöðu að sá ítalski hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum.Fékk þrjú ár til viðbótar Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins á árunum 2007 til 2014 og var því yfir sjúkrahúsinu þegar aðgerðin var framkvæmd á Andemariam. Hann var hins vegar ekki yfir Karolinska háskólanum, eða Karolinska Institute, sem er önnur stofnun sem vinnur náið með háskólasjúkrahúsinu. Hann segir öllum hafa verið það ljóst að aðgerðina á Andemariam var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ. Í staðinn hafi Andemariam fengið þrjú ár til viðbótar í stað þess að eiga nokkrar vikur eða mánuði ólifaða. „Mér skildist að hann hafi allavega fengið þrjú ár á lífi eftir þetta. Þetta var metið og gerður samningur hérna á milli Karolinska og sjúkrahússins um það hvernig þetta yrði gert og greitt fyrir það og Karolinska tók mikinn kostnað á sig við þetta líka. En þetta var gert að því er ég best veit með fullu samþykki sjúklings um að hann ætti engra kosta völ og lækni hans hér á Íslandi,“ segir Birgir.Ámælið eru falsaðar niðurstöður Hann segir málið hafa undið upp á sig en þetta var aðgerð sem ekki hafði verið framkvæmd áður á mönnum. „Háskólasjúkrahús hafa þetta hlutverk og og þá gildir að fylgja því mjög vel eftir og ef það gengur ekki eins og var ætlað þá þarf að hætta því og það gerðum við hjá sjúkrahúsinu. Hins vegar hefur Karolinska Institute haldið áfram einhverju samstarfi við Macchiarini og það hefur valdið þessum úlfaþyt núna.“ Birgir segist ekki vita hvort Ítalinn hafi haft leyfi siðanefndar þegar hann framkvæmdi aðgerðina á Andermariam en það hafi hins vegar verið þróunaraðgerð, ekki vísindastarf. „Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30