Áhyggjufullir yfir ætlunum ESB Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 12:00 Gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur reynt að fara yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Líbýu gagnrýna Evrópusambandið fyrir að ætla að heimila valdbeitingu gegn smyglurum innan landamæra Líbýu. Sendiherra landsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir áætlanir ESB vera óljósar og þær valdi stjórnvöldum áhyggjum. ESB leitar nú leyfis SÞ um að stöðva eða eyðileggja skip smyglara innan landhelgi Líbýu. Áætlanirnar eru hluti ESB í að hægja á straumi flóttamanna yfir Miðjarðarhafið. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu telja Sameinuðu þjóðirnar að um 60 þúsund manns hafi reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Af þeim er talið að 1.800 manns hafi látið lífið. Flestir flóttamennirnir koma frá hrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Erítreu, Nígeríu og Sómalíu. Meðal þess sem embættismenn í Brussel eru sagðir vinna að er að jafna dreifingu hælisleitenda á milli landa innan Evrópusambandsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sækja langflestir um hæli í Þýskalandi. Talið er að ESB muni kynna sérstakan hælisleitenda kvóta á miðvikudaginn. Slíkt kerfi yrði þó að vera samþykkt af ríkjum ESB en það þykir mjög umdeilt. Auk þess er unnið að tillögu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að skip á vegum ESB muni mega granda skipum smyglara innan landhelgi Líbýu og jafnvel senda hermenn á land. „Evrópusambandið hefur ekki haft nokkuð samráð við stjórnvöld Líbýu. Þeir hafa haldið upplýsingum um áætlanir þeirra frá okkur, eins og um hvernig hernaðaraðgerðir þeir muni framkvæma innan okkar landhelgi,“ sagði Ibrahim Dabbashi við BBC. Hann sagði ástandið valda miklum áhyggjum og vildi fá að vita hvernig ESB myndi til dæmis greina á milli fiskiskipa og skipa smyglara. Flóttamenn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Sjá meira
Stjórnvöld í Líbýu gagnrýna Evrópusambandið fyrir að ætla að heimila valdbeitingu gegn smyglurum innan landamæra Líbýu. Sendiherra landsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir áætlanir ESB vera óljósar og þær valdi stjórnvöldum áhyggjum. ESB leitar nú leyfis SÞ um að stöðva eða eyðileggja skip smyglara innan landhelgi Líbýu. Áætlanirnar eru hluti ESB í að hægja á straumi flóttamanna yfir Miðjarðarhafið. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu telja Sameinuðu þjóðirnar að um 60 þúsund manns hafi reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Af þeim er talið að 1.800 manns hafi látið lífið. Flestir flóttamennirnir koma frá hrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Erítreu, Nígeríu og Sómalíu. Meðal þess sem embættismenn í Brussel eru sagðir vinna að er að jafna dreifingu hælisleitenda á milli landa innan Evrópusambandsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sækja langflestir um hæli í Þýskalandi. Talið er að ESB muni kynna sérstakan hælisleitenda kvóta á miðvikudaginn. Slíkt kerfi yrði þó að vera samþykkt af ríkjum ESB en það þykir mjög umdeilt. Auk þess er unnið að tillögu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að skip á vegum ESB muni mega granda skipum smyglara innan landhelgi Líbýu og jafnvel senda hermenn á land. „Evrópusambandið hefur ekki haft nokkuð samráð við stjórnvöld Líbýu. Þeir hafa haldið upplýsingum um áætlanir þeirra frá okkur, eins og um hvernig hernaðaraðgerðir þeir muni framkvæma innan okkar landhelgi,“ sagði Ibrahim Dabbashi við BBC. Hann sagði ástandið valda miklum áhyggjum og vildi fá að vita hvernig ESB myndi til dæmis greina á milli fiskiskipa og skipa smyglara.
Flóttamenn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Sjá meira